15.9.2007 | 03:51
Loksins komin heim
Jæja, þá eru allir komnir út. Tómas kom fyrir tveimur vikum, en Hjördís og Kristinn Kári viku seinna. Hjördís greip með sér þrjár vinkonur sem verða hérna hjá ykkur fram á mánudag. Veðrið er gott og KK er að koma sér aftur fyrir í skólanum. Hjördís verður á fullu og Tómas í arabísku, viðskiptatímum og að vinna fyrir Landsbankann. Tómas fékk araba til afnota yfir veturinn. Hann heitir Abdullah og er Sádi-Arabi - mun skárri en arabinn sem Tómas bjóð með í Georgíu. Annars ætlum við að vera dugleg að blogga fram á vor - og vonandi fylgist þið með og sendið okkur komment.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ekki vissi ég að þú hefðir bjúið með araba í Gerorgíu.
Þröstur (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:25
Gott að heyra frá ykkur. Hugsa að það verði auðveldara að vera í sambandi við ykkur í San Fran en hér heim á Íslandi ;)
Hlakka til að fá fréttir af tónleikunum!!!!!
Helga
Helga (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 02:03
Sæl Hjördís
Takk fyrir síðast, það var gaman að rekast á þig og Kristinn Kára í flugvélinni til Minneapolis.
Við erum búin að koma okkur þokkalega vel fyrir í íbúðini okkar. Okkur líst annars bara mjög vel á Seattle.
Erum ekki komin með nein ferðaplön eins og er en ég læt þig pottþétt vita ef við kíkjum e-ð á frisko-slóðir :)
kveðja
Þorbjörg, Gummi og Böðvar Thor.
Þorbjörg Tryggva. (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 18:46
Jújú, Tómas deildi litlu herbergi í Georgíu með araba sem lyktaði eins og skósóli og baðst fyrir af fullum krafti nótt sem nýtan dag.
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 18.9.2007 kl. 03:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.