Litli prinsinn

Þegar Kristinn Kári kom aftur í skólann eftir sumarfríið tók Ms. Fay (sextugur, fillipseyskur, málhaltur kennari) á móti honum og sagði "hello, little prince". Ms. Fay hefur sem sagt ákveðið að setja á fjalir leikritið um hana Þyrnirós (sem Bandaríkjamenn halda að sé eftir Disney).

Okkur leist bara vel á það en Kristinn Kári þverneitaði. Hann vildi bara vera kóngur og Ms. Fay yrði bara að finna sér nýjan prins - því prinsinn ætti að kyssa hönd prinsessunar, og það ætlaði KK svo sannarlega ekki að gera (því eins og allir vita þá eru stelpur eitraðar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband