22.9.2007 | 18:40
Arcade Fire
Arcade Fire voru frábær á föstudagskvöldið í Shoreline Ampitheater (sami staður og við sáum Björk). LCD Soundsystem hituðu upp og stóðu sig líka vel. Tónleikarnir byrjuðu með þrumum og hellidempu, en sem betur fer stytti fljótlega upp. Kristinn Kári var hress, en sofnaði þó fljótlega eftir að Arcade Fire byrjuðu. KK, Dagur og mömmurnar lágu því bara á teppum síðasta hluta tónleikanna. Ekkert eftirpartý í þetta skiptið. Tónleikahrinunni líkur svo með því að Hjördís fer með Eggerti og Lindu á Justin Timberlake á sunnudagskvöld. Hún fer svo á fyrstu vaktina í Stanford á mánudag - með lestinni eins og alvöru útlendingur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Stanford. Er ekki líklegt að þetta verði bara einhver tölvunördakeis sem koma inn á borð á þeim spítala. Menn að festa putta í diskadrifum og fá blóðnasir við forritun og annað slíkt.
Ég held að það hljóti að vera meira action á LSH í Reykjavík.
Þröstur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.