26.9.2007 | 02:55
Ofurhjúkrun
Hjördís kláraði fyrstu vaktina sína í Stanford á mánudag. Tómas og Kristinn Kári keyrðu hana í fyrsta skiptið. Héðan í frá þarf hún að taka tvo strætóa og eina lest, sem fer héðan kl. 5.45 um morgun. Eins gott að það sé gaman hjá henni.
Kristinn Kári sagði á leiðinni í skólann í morgun: Sjáðu Tómas, þarna er kona að þykjast vera maður. Hann hefur samt ekki ennþá minnst á manninn sem þykist vera kona í bleikum kjól sem við sjáum á hverjum morgni - kannski finnst honum það ekkert óvenjulegt.
Vorum á China Beach í dag. Mjög huggulegt. Um næstu helgi ætlum við suður á bóginn til Pismo, sem er langleiðina til LA. Ætlum að vera þar í tvær nætur með tærnar í Kyrrahafinu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hlakka til að fá alvöru sjúkrahússögur.....
Helga (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:50
Hvað með allar strætósögurnar!!
Þröstur (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:05
Var næstum búin að gleyma hvað það er nú gaman að lesa bloggið ykkar........ eins gott ég gleymdi því ekki :o)
Bestu kveðjur til ofurhjúkkunnar
Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.