8.10.2007 | 03:30
Bláir englar og sandkastalar
Fórum á sandkastalakeppni á laugardaginn. Fengum ekki að taka þátt og enginn byggði kastala - bara kolkrabba, krókódíla og eldfjöll. Til þess að taka þátt hefðum við þurft arkitekta, fullt af krökkum og verktaka sem stuðningsaðila. Eftir að hafa fengið fjölmargar hugmyndir fyrir næstu standarferð fórum við niður að höfn. Þar sáum við Blue Angels sýna listir sínar. Þeir flugu eins og vindur - upp og niður og síðan á hlið. Hávaðinn var ærandi eins og heyra má . Við höldum að innst inni hafi allir verið að vonast eftir eftir að eitthvað myndi koma upp á. En ekkert gerðist. Fórum svo og skoðuðum jólaskrautið í Target - enda ekki seinna vænna. Á myndasíðunni eru fleiri myndir -- fyrir áhugasama.
Kristinn Kári lærði svo að hjóla án hjálpardekkja á sunndaginn. Myndir af því koma von bráðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.