9.10.2007 | 04:17
Habibi á Tour de Mission Bay
Í tilefni landafundanna II halda starfsmenn alríkisins upp á Kólumbusdaginn fyrsta mánudag í október. Kristinn Kári reyndist eini alríkisstarfsmaðurinn í fjölskyldunni og þurfti því að mæta með Tómasi í arabísku þar sem Hjördís var allan daginn í Stanford. KK fékk að leika forsetningar í málfræðitíma... og gerði það vel. Annars lærði KK líka að leggja af stað sjálfur á hjóli á mánudaginn - eftir að hafa lært að hjóla sjálfur á sunnudaginn.
Fyrir þá sem hafa heimsótt okkur eða hafa áhuga á að heimsækja smáfjölskylduna við Flóann þá er búið að opna kaffihús hérna niðri og matarstaði (matsölustaðir væru kannski of jákvætt orð). Hér með ætti að vera myndband með KK að hjóla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:54 | Facebook
Athugasemdir
Snillingur!!!!!
Helga (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 04:51
Flottur strákurinn, Kristinn Kári þú ert snillingur. :-)
Brynhildur (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:03
Alltaf gaman að fylhjast með ykkur hérna.
Ekkert smá flottur tannlaus hjólastrákur sem þið eigið
Halla Hrund (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.