Brassar

Brasílískir vinirKristinn Kári og Tómas skelltu sér á krakkahátíð með brasilísku vinunum á laugardaginn. Hátíðin var í boði Gavin Newsom, fjölþreifna borgastjórans okkar (bara að Dagur eða Villi væri eins og hann). Fórum svo í mat hjá Ingó og Helgu, nýjustu Íslendingunum hérna við Flóann. Mikið stuð. Heimadagur á sunnudaginn. Nú þarf bara að fara að kaupa búninga og grasker fyrir Halloween því jólaskrautið er komið í búðirnar. Bíðum spennt eftir kommentum. Hér til hægri er mynd af fótboltastrákunum í Mission Bay.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ég sé að verða jafn spennt og Hjördís út af þyrluvaktinni. Get ekki beðið eftir að fá fréttir af henni!!!!! Bara gott að frétta héðan.

kiss og knús til sanfran

Helga

Helga (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 04:23

2 identicon

Þyrluvakt!!!! omg af hverju missti ég!

alltaf gaman að lesa fréttirnar af ykkur, alltaf fjör á ykkar heimili ;) öfunda ykkur pínu af veðrinu hjá ykkur en hey, er það ekki bara fullkomlega eðlilegt í met rigningatíð hérna heima!!!

Allt ljómandi af frétta af okkur líka, EK komin inn á leikskóla og hefur varla tíma til að klæða sig úr fötunum þegar hún mætir það er svo gaman ;)

Fórum á meistara Megas um helgina - kallinn, sem er næstum því jafn gamall og pabbi, var í eitruðu stuði, stanslaus keyrsla i tvo tíma og hann var BRILL.

Stefni á að slasa mig amk. í stórutánni ef þú kemur að vinna á slysó um jólin svo ég nái amk. að hitta þig eitthvað, verður bara að senda mér vaktaplanið ;)

(og já maður verður bara að fara byrja að plana jólin þau eru bara nánast eftir helgi!!!)

hafið það súper í ameríkunni

kv.
Katrín

Katrín (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:39

3 identicon

Þetta er lítið ljóð sem ég samdi:

Ég'ætlað skella mér til San Fransicó

og síðan hlusta á Marvin Gaye,

við Mission Bay,

í vasadiskó.

Með þessum litla, en þó væntanlega ódauðlega, ljóðstúf vil ég hefja reglulega ritun athugasemda að nýju. Ég hef átt svolítið erfitt með að byrja aftur að skrifta eftir að ég var svikinn um pakka í sumar. Ég á líka að skila kveðju frá Ólafi Daðasyni yngri.

Da-Mixa (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband