Tónleikar í höllinni

Interpol stóðu sig mjög vel á laugardagskvöldið. Fengum reyndar smáheimþrá þegar við komum á tónleikastaðinn því hann minnti ónteitanlega á Laugardalshöllina (gímald með sætum og risastórum hátölurum til þess að ná einhverju hljóði). Og ekki má gleyma því að bjórinn var á íslenskum prís - $10 stykkið. Það er jafnmgraskerikið og 12 bjórablandípokað kostaði fyrir helgi. Eini munurinn var að hér biðu allir í beinni röð eftir að fá afgreiddann bjór. Fyrir tónleikana fórum við á perúskan veitingastað. Kristinn Kári var í sleepover hjá Degi (sem hafði verið hjá okkuar á föstudagskvöldinu). Þegar fjölskyldan hittist svo á sunnudaginn kunnu allir betur að meta alla. Ótrúlegt hvað smápössun getur verið góð.

Á sunnudeginum fórum við svo upp í sveit. Keyrðum sem leið lág til Halfmoon Bay að sækja okkur grasker. Urðum reyndar að vara okkur á óðum múldýrum og okurbændum (5$ fyrir að fara í hoppukastala úti á miðjum akri). Fengum á endanum tvö grasker eftir að hafa forðast múldýrin og gengið akurinn. Þau verða svo skorin út í vikunni. Áhugasamir taka kannski eftir því að KK er ennþá í íslenska landsliðsbúningnum þrátt fyrir tapið fyrir Liechtenstein (hann fer alltaf í landsliðsbúninginn um leið og hann kemur grasker 001úr þvott).

Hjördís verður svo árinu eldri næsta sunnudag (eða deginum eldri). Við ætlum líka að lyfta okkur upp þá (Tómas ætlar reyndar fyrst að fara og sjá Múm á fimmtudaginn). Hún þarf reyndar fyrst að fara í próf og skila ritgerð. Hún fær ekki að fara niður til Stanford þessa vikuna, en Þar er víst hjúkkuhimnaríki með þykkum latexhönskum, lancome-spritti og gullsprautum. Sjúklingarnir eru líka alvöruveikir (engin kvef eða tognaðir öklar) og svo segja þeir ekki neitt - enda allir í öndunarvél. Bráðahjúkkan fær svo að fljúga með sjúkrunarþyrlu spítalans í næsta mánuði - LifeFlight911. Þar er bráðahjúkrað á flugi - ekki fyrir neina aumingja eða óbráðar hjúkkur (eða ótryggða sjúklinga). (ömmur geta smellt á myndirnar og þá stækka þær).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var íslenska landsliðið að keppa? Fór alveg framhjá mér..

Þröstur (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:01

2 identicon

Elsku frænka innilega til hamingju með 28 ára afmælið .Reyndi að hringja á skypið en engin svaraði.Vona að dagurinn verði góður. Ég eyddi deginum yfir skólabókum .Allir frískir hér , vantaði  þig samt á vaktina fyri 3 vikum . Kossar og knús til ykkar allra .kv.Magga og allir í Gautavík.

margret (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband