30.10.2007 | 05:01
Búningar, afmæli og grasker
Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur síðustu daga - svo mikið að Hjördís varð 28 ára á sunndaginn - og sólin hefur látið sjá sig sem hefur dregið okkur á ströndina (þó að eitthvað hafi dregið úr sumarsólinni í dag).
Í síðustu viku komu krakkarnir í Montesori House of Children í grímubúningum í skólann til að æfa sig fyrir Halloween (KK vildi vera kúreki - og fékk það). Foreldrarnir mættu svo galvaskir með nammi og horfðu á krakkana ganga í skrúðgöngu og synga. Allir mjög töff (nema litli strákurinn sem þurfti að vera býfluga). Tómas fór svo að sjá Múm á fimmtudaginn. Þau stóðu sig mjög vel fyrir næstum fullum sal.
Við skárum út grasker á föstudaginn eins og alvöru bandarísk fjölskylda. Það gekk rosalega vel, en þó vita vafalaust margir að grasker lykta eins og prump að innan (jámm, þið heyrðuð það fyrst hér).
Á laugardaginn fór KK í afmæli til Dags. Afmælið var í fimleikasal þar sem strákarnir (því að sjálfsögðu voru engar stelpur) fengu að hlaupa út um allt undir vökulu auga fimleikaþjálfara. Það var mjög gaman. KK fór svo í sleep over hjá Degi á meðan Tómas og Hjördís fóru út að borða á Fleur de Lys og í fordrykk á Top of the Mark í tilefni afmælisins. Það var svo sannarlega ekki leiðinlegt. Á sunnudeginum var svo haldið eitthvað minnsta (en besta) afmæli í heimi - 3 gestir í góðum mat.
Nú er verið að læra og vinna til þess að vinna upp fyrir skemmtunum undanfarinna daga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir með afmælið elsku Hjödda mín ;)
Hafið það sem allra allra best í sól og sumaryl (þvílík öfund í gangi, hehe)
Bestu kveðjur, Ragnheiður
Ragnheiður (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:50
Vona að ofurjarðskjálftavörnin hafi bjargað ykkur! Ef ekki ykkur, þá allavega nýju töskunni.
Kv. Hóffý
Hóffý (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:22
Til hamingju með afmælið Hjössí. Mér finnst það óneitanlega grunsamlegt að ég skuli ekki hafi réttindi til að opna hlekkinn "góðum mat". Hvað er það sem þið hafið að fela varðandi matarvenjur ykkar? Ég vil gjarnan fá að vita það.
Kveðja, einn forvitinn.
Da-mixa (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:49
Til hamingju með afmælið Hjördís! :)
Við Erik vorum einmitt að slefa yfir Fleur de Lys í sumar en tímdum því ekki -það verður bara næst! Eftir tvö ár verðið þið að lesa blogg sem fjallar um ströndina og súpersjúkrahús og er með mynd af erik þar sem hann stendur í landsliðsbúningnum úti á graskersakri ;)
Bylgja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:39
Ég vil nú benda á að ég á engan landsliðsbúning, en ég er vissulega sjúkur í prumpufýlu.
Erik (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.