20.11.2007 | 04:49
Flugsund og fleiri fréttir
Skelltum okkur í tvö matarboð um helgina - og ekki eins og við höfum verið að svelta fyrir. Á laugardagskvöldið var matur hjá Maríu og David - en María er hjúkka hjá UCSF og David er Kanadamaður umfram allt. Á sunnudeginum var svo matur hjá Brössunum, sem voru sem fyrr í miklu stuði sérstaklega kvensjúkdómalæknirinn Ricardo með allar bransasögurnar sínar. Í millitíðinni var svo afmæli hjá bekkjarsystur KK. Að sjálfsögðu dugaði ekkert minna en listastúdío (en þó ekki piníada eða dýr). Eins og í öllum góðum amerískum barnaafmælum var jólabjór og vín handa foreldrunum. Héðan í frá verður bjór handa pöbbunum ein af grundvallarstoðum afmæla hjá KK.
Í öðrum fréttum er það helst að Hjördís er orðin prófaður og skráður hjúkrunarfræðingur í Kaliforníuríki - svokölluð RN. Hún má því löglega hjúkra hér til 2009 (ekkert fúsk lengur). Þessu til staðfestingar fékk hún glitrandi fínt kort í pósti í dag.
Í enn öðrum fréttum má nefna að KK er í sundtímum 2X í viku. Kananum finnst bringusund fyrir aumingja, svo það dugar ekkert minna en skriðsund og bakskriðsund fyrir krakkann. Fyrir áhugasama (og tæknivædda) fylgir hér myndband af prinsinum á sundi. Hjördís tók myndbandið og fékk fyrir það miklar skammir frá öryggisvörðunum fyrir að mynda börn í sundlaug. Hún þurfti því að beita vígvallatækni til þess að koma myndbandinu út úr sundhöllinni og inn á internetið.
Ps. bjórinn er kominn í ískápinn fyrir Erik og hans ektafrú. Nú er bara að kaupa miðana, smyrja sörfbretting og skerpa skíðin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:03 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með skírteinið Hjödda mín ! Hefði viljað vera fluga á vegg þegar þú varst að berjast fyrir myndbandinu og að sjáfsöðu hafðir þú betur enda ekki þekkt fyrir að gefast upp.... myndbandið er líka flott ,Kristinn Kári þú ert ekkert smá flínkur....... kv.Magga
magga frænka (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:27
til lukku með að vera orðin RN í Californiu Hjördís mín!!! Hvað er málið með kanann geta þeir í alvörunni tuðað yfir öllu??? Hlakka til að fá ykkur heim
kisskiss
H
Helga (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:07
Get augljóslega ekki bakkað út úr þessu núna. Víbra af spenningi. Það verður brettaþema í þessarri ferð. Engin skíði.
Erik (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.