Hvað myndi Jesús kaupa?

Við erum enn að vinna í tólf punda kalkúninum sem var eldaður á fimmtudaginn með Eggerti og Lindu. Gómsæta kvikindið verður í matinn fram í næstu viku. Annars mættu allir krakkarnir með mat í skólann hans KK á miðvikudaginn til þess að gefa öllum að smakka. Þegar við komum að sækja hann tók brosandi Ms. (fröken, ekki mótorskip) Mandy við okkur brosandi með orðunum: "I ate so much that I had to make myself throw up". Fleygari orð hafa ekki verið yrt um hátíðarandann hérna í Ameríku - nema þá kannski þegar Tómas skellti sér í búð í dag og var spurður á leiðinni inn "what would Jesus buy". (við stingum upp á skóm). Föstudagurinn er svo líka frídagur í Ameríku - eini sérstaki frídagurinn fyrir fólk að liggja á meltunni og versla. Við bökuðum okkur piparkökuhús - eða settum eitt slíkt saman, þar sem húsið og skrautið kom saman í kassa. Við erum sem sagt byrjuð með aðventuna, enda búðirnar orðnar fullar af jólabjór (mæli með 2 below frá New Belgium Brewery, besti bjórinn hingað til - fyrsta fulla hús stiga).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband