5.12.2007 | 16:28
Ferðamálaráð
Eins og venjulega þegar það eru gestir þá nýtum við tækifærið til þess að skoða borgina og fá gott að borða. Á milli þess sem Guðbjörg og Stína hafa reynt að rétta við bandaríska hagkerfið í búðunum þá höfum við dregið þær í tvo bíltúra. Annars vegar til Carmel og hins vegar til Napa/Sonoma, þar sem Tómas og Hjördís gengu í vínklúbb á stórri vínekru. Þeir sem koma að heimsækja okkur geta því nú smakkað vín frítt eins og þá lystir, www.ledson.com. Á þriðjudeginum borðuðum við svo á Cliff House, www.cliffhouse.com. Um kvöldið fórum við svo á Cirques du Soleil. Við sátum öll gapandi í þrjá tíma - versta er að KK er nú kominn með nýja stefnu í lífinu. Hann vill láta Gumma frænda kenna sér fimleika - alveg eins fimleika og mennirnir í nota í sirkus. Kristinn Kári leikur svo kónginn í skólauppfærlsunni af þyrnirós á fimmtudaginn - daginn eftir fer öll hersingin heim til Íslands (nema Tómas, sem verður hér í viku í viðbót).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.