Walk eða work

Allt er byrjað að ganga sinn vanagang hérna í Ameríkunni. KK og Hjördís eru komin í skólann og Tómas situr sveittur við að bankast á hverjum degi og lærir arabísku þess á milli. KK er líka byrjaður aftur í sundi. Hann er að æfa sig fyrir Hawaii ferðina okkar um páskana. Annars voru mæðginin í þvottahúsinu í dag og hittu þar á gamla kínverska konu. Konan benti á þvottavélina, hummaði fram og til baka og sagði svo: "This walk wlong". Hjördís var pínulítið hissa og sagði svo: "sorry". KK tók þá fram fyrir hendurnar á mömmu sinni, horfði beint í augu konunnar og sagði: "That doesn't mean anything!!". Maybe you want to say: "This doesn't work... does not work.... not WALK."

Annars erum við að stefna á skíði við fyrsta tækifæri og jafnvel á NBA-leik eftir tíu daga (liðið okkar er Golden State Warriors). Annars er þoka og 10° hiti alla daga. Fleiri fréttir seinna. 

 Tómas var svo klipptur af konu í gær sem sagði: "mikið ertu heppinn að vera ekki amerískur, því við stöndum frammi fyrir svo mörgum vandamálum sem þið eruð laus við... eins og t.d. hmm. GLOBAL WARMING.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband