Hjúkrað hratt og örugglega

Hjördís er kominn með umsjónarkennara fyrir verknámið fram í júní (þangað til að við snúum aftur heim). Kennarinn sem heitir Angela Hackelsmithh er CNS (Clinical Nurse Specialist fyrir þá sem það ekki vita) við San Francisco General, sem er risastór spítali hér í allra næsta nágrenni við okkur. SFGH er spítali fyrir almenning, mjög ólíkur sveitaklúbbinum í Stanford sem Hjördís var á  fyrir jól. Þetta er aðaltraumacenterið fyrir San Francisco-svæðið (svona 5 milljónir manns). Hjördís mun hjúkra með Angelu, tala um tilfinningar sínar og stefnu í lífinu við hana (ekki eitthvað sem bráðasta hjúkrunarfræðingi Íslands finnst skemmtilegt) og taka þátt í að kenna almennum hjúkkum á San Fran Gen hvernig maður hjúkrar brátt.

Annars ætlum við að taka því rólega um helgina. Golden Gate park í dag og svo fær KK að stjórna dagskrá helgarinnar. Eftir vikur förum við svo að sjá Golden State Warriors á móti New York Knicks (í körfubolta) hérna hinum megin við brúna í Oakland (sem er ein af tíu hættulegustu borgum í Bandaríkjunum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband