20.1.2008 | 18:41
Einn besti kóngur sem Bandaríkin hafa átt
Kristinn Kári og Tómas eru að lesa Njálu saman (krakkaútgáfu með myndum). Eina vandamálið er að KK finnst Langbrók það fyndnasta orð sem hann hefur heyrt og því gengur lesturinn frekar hægt. Njála er sem sagt grínsaga. Í síðustu viku voru Tómas og Kristinn Kári sendir í klippingu. Þeir fengu klippingu nr.4 hjá kínakonunni. Nr.4 var aðeins styttri í þetta skipti svo Tómas lítur út fyrir að vera á leiðinni með landgönguliðunum til Írak (eða á skátafund).
Á laugardaginn fórum við á krakkasafn/leikvöll sem er undir Golden Gate brúnni í Marin County. Þar geta krakkar leikið sjóræningja (KK gróf upp 15 peninga) og læra allt um sjóinn. Fengum svo Maridith, vinkonu Hjördísar úr hjúkkurprógramminu, í mat á laugardaginn. Það var gaman. Svo er frídagur á mánudaginn, Martin Lúther King Day. KK lærði eftirfarandi um hann í skólanum: "hann var góður kóngur sem bandaríkjamenn áttu, svo var hann drepinn, með byssu". Við gátum litlu við það bætt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhó. Bara svo þið vitið að það við séum að lesa bloggið ykkar. Hlökkum til að koma 15. feb. Hrýnum af spenningi. Gaman að heyra hvernig KK hefur gleypt í sig ameríska menningu (og málfræði).
ErikogBylgja (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.