Reynt að endurræsa bandaríska hagkerfið

kastali 005

Frá því að smáfjölskyldan flutti í frelsið hafa ömmur og aðrir velvildarmenn KK gefið honum dollara. Krakkinn hefur safnað þeim saman í gullkistu og legið á þessu eins og ormurá gulli. Þegar hann fór að telja hvað kominn væri mikill péningur kom í ljós að hann átti nóg fyrir stærsta playmokassanum - í heiminum. KK pantaði sér því stóra góða playmokastalann á internetinu. Kastalinn kom svo í dag og var hann byggður á einu kvöldi, svona eins og Róm. Barnið hefur sjaldan verið jafnánægt. Ekki skemmdi fyrir að í póstinu var líka kort frá ömmu Grétu - hann vill að því tilefn minna á að honum finnst fátt skemmtilegra en að fá send póstkort með myndum af Íslandi.

Annars er rigning við flóann og skítakuldi (fer stundum undir 10 gráður). Íslenskir lopasokkar og súkkulaði halda á okkur lífi (svo og ein og ein hvítvínsflaska). Hjónaleysin þurfa líka að tala saman núna (eða finna sér bók að lesa) þar sem verkfall handritshöfunda er búið að eyðileggja amerískt sjónvarp. Svo er það NBA leikur á sunnudaginn. Förum á leik Golden State Warriors og NY Knicks hérna hinum megin við brúna í Oakland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji vá Tómas. Láttu Hjördísi í friði! Geturðu ekki bara fundið þér eitthvað nám með nógu miklu námsefni?

Kv. Hjásvæfan

Hólmfríður Berentsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband