Gone skiin'

Á föstudaginn er stefnan tekin á helgarskíðaferð í Lake Tahoe. P1050019

Eins og má sjá af myndina hér til hliðar héldum við hátíð í tilefni af því með fánum, þjóðbúningum og söngvum, já og auðvitað skíðakórónum. Það er spáð snjókomu, vindi og snjókomu en það er of seint að afpanta hótelið (og svo er búið að kaupa keðjur á Ragnar) - og þegar maður er í yfir 2000 m hæð þá er kannski ekki hægt að búast við sól og sumaryl. KK ætlar að læra á snjóbretti og hjónaleysin munu prófa skíða- og brettagræjurnar frá hvort öðru og ömmu grétu/afa binna. KK vildi fara í brettakennslu af því að hann "kann á skíði" að eigin sögn (hefur farið einu sinni). Stefnum svo á að fara aftur þegar Erik og Bylgja koma í heimsókn.

Hjördís er annars á Trauma Nurse Core Course í skólanum "the stuff you need to be a real trauma nurse". Hún verður útskrifuð úr því rétt fyrir skíðaferðina - svo þá er bara að pakka St. Bernharðshundinum, koníakinu og plástrunum svo stúlkan geti bjargað deginum (sérstaklega ef Tómas stingur sig á sverðinu sem hann heldur á á myndinni).

Látum fylgja með mynd af mæðginunum í leit að peningum í sjóræningjaskipi undir Golden Gate brúnni - 15 péningar í hús.P1190072


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband