4.2.2008 | 04:25
Skíðageðveiki og snjóbrettatöffari
Við lögðum í'ann til Lake Tahoe á föstudaginn kl. 17. Lentum í smáumferðarteppu og snjókomu og vorum komin á leiðarenda upp úr kl. 22 (tveimur tímum á eftir áætlun). Við skelltum okkur svo í skíði snemma á laugardagsmorgun. Kristinn Kári fór í snjóbrettakennslu hjá Henry, eða Hinriki eins og hann vildi kalla hann. Dómur kennarans var: Wow, Kristinn learned to board like a pro!!! og KK vildi helst ekki hætta - sem er gott þar sem við förum aftur eftir þrjár vikur. Skíðasvæðið í er yfir 2000 metra hæð með tugum lyfta og er í tveimur fylkjum (Kaliforníu og Nevada) sjá www.skiheavenly.com. Það snjóaði og snjóaði stóran hluta úr deginum en veðrið var stórfínt á milli trjánna. Allir skemmtu sér konunglega.
Þegar við vöknuðum á sunnudeginum var snjór yfir öllu - næstum metri í fjallinu og hálfur metri yfir Ragnari. Við (sem sagt Tómas) þurftum að grafa bílinn út og setja keðjur undir hann (í fyrsta skipti á ævinni). Við komumst þó á endanum burt - og hlökkum mikið til að koma aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:38 | Facebook
Athugasemdir
Þessar Hondur komast allt..
Þröstur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:34
Mér finnst kúl að þurfa að keðja upp bílinn sinn!!!!!
Knús knús
Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:47
ja hérna það er meira ævintýrið sem þið lendið í. Man nú eftir fyrstu snjóbrettaferðinni minni (og þeirri einu hingað til), Rúnar Gunnars fór 3 ferðir frammúr mér.....vííííí En þvílíkst stuð. Bestu kveðjur til allra
Láretta (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:01
þetta er bara eins og hér...... allt á kafi. Ég hefði þurft keðjur undir minn ,,Ragnar" í morgun þegar ég festi mig í Bogahlíðinni. Akut pabbahringing og hann reddaði málunum, sakna ykkar.
kv. Helga sem vonandi kemst í heimsókn í maí!!!!
Helga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 00:19
keðjur!!!!!!! þið eruð að fíflast!!!!!
Alltaf gaman að fylgjast með ykkur
Katrín (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.