Sunshine, lollypops and rainbows everywhere...

febrúar 002Eftir rúman mánuð af rigningu og vosbúð birtist sólin á laugardaginn. Hún ætlar að vera með okkur næstu vikuna amk auk þess sem hitinn verður um og yfir 15°. Kannski við getum lánað einhverjum heima keðjurnar okkar. Kannski á flugvélarnar. Til þess að halda upp á góða veðrið kom Dagur í heimsókn á laugardaginn í sleepover. Við fórum með strákana í Dolores Park þar sem var risapartý. Strákarnir kipptu sér þó ekki mikið upp við það - og ekki einu sinni við karlana í kjólunum sem dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa (KK benti reyndar á konu á föstudaginn og sagði "hún er með kallaandlit og konuhár, það er fyndið", sem betur fer á íslensku). Það ríkir annars mikil spenna yfir því að Erik og Bylgja koma á föstudaginn næsta. Reynar tók KK upp á því að veikjast á sunnudaginn með hita og kvefi. Vonandi klárast það sem fyrst svo allir verði hressir fyrir góða veðrið. Meðfylgjandi er mynd af KK og Degi með kandíflos í Dolores Park .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jei þið eruð búin að panta góða veðrið fyrir okkur :)

Við erum að deyja úr tilhlökkun!

Bylgja (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband