Á brettum

skíði 005Erik og Bylgja eru búin að vera í heimsókn síðustu viku - sem hefur verið sérstaklega skemmtilegt með nýjum bjórum, snjóbrettum, brimbrettum og góðum mat. KK og Erik urðu strax bestu vinir en eins og KK sagði: "ég vissi ekki að við Erik værum vinir fyrr en hann kom í heimsókn" - já ótrúlegt. Gestirnir höfðu komið áður til San Fran og verið hérna í íbúðinni okkar í mánuði síðasta sumar svo það þurfti lítið fyrir þeim að hafa. Við skelltum okkur til Sonoma að smakka vín og fórum gott út að borða oft og vel. Á fimmtudaginn fóru Tómas, Erik og Bylgja svo að surfa á Stinson beach á hávaðaroki og risaöldum. Gestirnir stóðu sig eins og atvinnumenn og allir komust heilu og höldnu heim. Á föstudaginn leigðum við svo jeppa og keyrðum upp til Tahoe.skíði 004 Við skíðuðum/brettuðum allan laugardaginn og hálfan sunnudaginn. KK fór aftur í brettaskólann á laugardeginum og svo með okkur upp í 2800 metra hæð og brettaði alla leiðina niður. Eggert og Linda voru líka á svæðinu svo það var haldið Eurovisionpartý á laugardagskvöldið eftir að stelpurnar höfðu farið í nudd. Það snjóaði og snjóaði frá hádegi á laugardaginn svo það var þykkt púður yfir öllu svæðinu svo það var hægt að skíða vel á milli trjánna (KK gerði það þó ekki - en hann prófaði að stökkva). Á sunnudeginum keyrðum við heim eftir að bíða í tvo tíma á meðan snjóhengjur yfir veginum voru sprengdar. Við gátum því komið hjónakornunum heilum og höldnum í flugvélina heim eftir mjög skemmtilega heimsókn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta hefur heldur betur verið gaman. Og það er ekki að spyrja að yngsta snillingnum, alveg þvílíkt flottur á brettinu Kristinn Kári.  Verið svo bara dugleg að njóta þessa síðustu mánuði áður en þið komið.  Það er víst ábyggilega á nógu að taka :-)

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:41

2 identicon

Jæja taka tvö hér !! Var búin að skrifa ykkur flotta kveðju og hrósa KK á brettinu og segja ykkur öllum að halda árfam að njóta þessa síðustu mánuði, en þegar ég ætlaði að senda neitaði blessað internetið þessari flottu kveðju.  En tékkum á því hvort þetta skili sér nú.  Bið að heilsa og hafið það gott.

Brynhildur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:44

3 identicon

Kiddi þú er rosa svalur á brettinu ;D :*

Ásdís Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:36

4 identicon

Kristinn Kári er enginn smá töffari á brettinu. Þú tekur þig líka mjög vel út á því Hjördís :D

Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband