3.3.2008 | 04:30
Sumar í mars
Í tilefni hlaupársins hefur verið gott veður hérna við flóann undanfarna viku - sól og hátt í 20° hita (nokkurn veginn sama veður og heima). Tómas og KK hafa verið að æfa baseball og svo skellti öll smáfjölskyldan sér í hjólatúr á sunnudaginn. Við hjóluðum heiman frá okkur og yfir Golden Gate. Þetta er í þriðja skipti sem KK hjólar þessa leið - en í fyrsta skiptið án hjálpardekkja. Við stoppuðum í sædýrasafninu á leiðinni og klöppuðum skötum og hákörlum. Við tókum svo bátinn frá Sausalito aftur yfir flóann í eftirmiðdaginn. Veðrið á að haldast eitthvað áfram í vikunni - verst að skóli
og vinna munu eitthv
að þvælast fyrir
lífinu.




Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:40 | Facebook
Athugasemdir
Hvar voru eiginlega þessar 20° þegar við vorum þarna? Ekki að ég sé að kvarta. Það hefði samt ekki drepið neinn.
Erik (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.