Einu sinni kunnti ég alla íslenskuna

Kristinn Kári hefur núna áhyggjur af því að hann sé að verða kani, eða eins og hann sagði í dag: "einu sinni kunnti ég all íslenskuna, en ekki lengur. Mikið er gott að ég á ömmu sem getur kenntað mér hana aftur" - já ætli það sé ekki bara ágætt að við komum heim í sumar.

Við höfum annars haft það gott hér í sólinni og hitanum sem kom um leið og Erik og Bylgja fóru. Við héngum í Dolores park í laugardeginum - drukkum límónaði og köstuðum frísbí. Á sunnudaginn gerðumst við svo menningarleg og drógum drenginn á Ballett. KK leist nú ekki vel á þetta fyrst - "á ég að horfa á baaallerínur?!". En eftir að við sögðum honum að þetta væri bara ballett með dönsurunum en engum stelpulegum ballerínum var hann meira en til í þetta. Hann sat næstum kjurr í tvo tíma.  Annars erum við búin að fatta að það er farið að styttast í annan endan á þessu hjá okkur. Við þurfum því að vera dugleg að klára að gera allt sem við viljum gera áður en við komum heim. Nú er bara að setja saman lista og haka við þetta eitt af öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband