14.3.2008 | 03:26
Og þá var eftir einn
Þá er fimmta önnin búin hjá Hjördísi og bara ein eftir. Héðan í frá verður hún aðallega að hjúkra og læra á spítalanum - svona milli þess sem hún skellir sér til Hawaii og á ströndina (og skrifar lokaritgerð). Hjördís skellti sér í amerískt partý til þess að halda upp á endalokin en mætti svo í morgun á spítalann til þess að hjúkra brátt og örugglega. Fyrir þá sem það ekki vita þá koma Tómas og Kristinn Kári heim í 10 daga í byrjun apríl. Hjördís ætlar að vera eftir og skrifa lokaverkefnið sitt. Við ætlum svo á skíði um helgina og svo er það Hawaii um páskana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju vinkona! Allt er þegar sex er!
Hóffý (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.