...og fjallið er næstum eins og tvö hæstu fjöll Íslands

skíði í mars 001Skíðanjálgurinn tók sig upp á ný - og eina ráðið við honum er að henda fjölskyldunni í bílinn og bruna upp í fjöll... eða kannski frekar að skríða upp í fjöll. Við lögðum af stað með öllum öðrum San Franciscobúum sem voru að byrja í Spring Break og vorum því næstum 7 tíma á leiðinni (í staðinn fyrir 4). Tómas fékk líka að seta undir keðjurnar í snjókomu og myrkri, sem honum finnst sérstaklega skemmtilegt. Við skíðuðum svo allan laugardaginn. Kristinn Kári kom með upp í yfir 3000 metra hæð og brettaði næstum alla leiðina niður að Lake Tahoe (með nokkrum stökkum og aðeins fleiri föllum). Við komum svo aftur í bæinn á sunnudaginn í sól og sumaryl.

 skíði í mars 003skíði í mars 002

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ji hvað þið eruð töff öll sömul! sérstaklega þó mæðginin í þessu vídjói! ferlega eruð þið orðin góð á bretti :)

Bylgja (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 09:08

2 identicon

Ég er stoltastur af Ragnari. Hann klikkar ekki.

Þröstur (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband