
Við erum komin á áfangastað á Kauai - Hawaii-eyjunni sem er næst miðbaug. Þetta er eyjan úr Jurassic Park og Raiders of the Lost Ark etc. Á hótelinu okkar er stærsta sundlaug á öllum eyjunum - og þeir þreytast ekki á að segja okkur það. Sjórinn er heitur og fínn hér og við erum strax byrjuð að næla okkur í brúnku og surfvöðva. Næstu daga ætlum við svo að leigja okkur lítinn jeppa og keyra um eyjuna - og stoppa á strönd af og til - og hoppa í fossa og ganga inn í regnskóginn af og til. Við mætum svo aftur til San Francisco efitr páska.
Athugasemdir
Vá hvað er gaman hjá ykkur, bara að njóta lífsins og hafa það gott (á milli námsbókana). Í dag (fostudagurinn langi) er nú alveg ágætis veður hérna, alveg heiðskýrt, logn og 5 stiga hiti. Hlakka til að sjá þig í sumar Hjödda mín, já og auðvitað strákana þína líka.
Láretta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:05
hæ
það er verið að skipta búslóðinni hennar ömmu sigríðar gætir þú haft samband við mapa á netfangið brynjolfurk@simnet.is vegna nokkurra hluta sem eru þar meðal annars ljósakrónunnar úr stofunni
guðm
Gudmundur Thor Brynjolfsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 18:24
Hæ hæ flotta fjölskylda :)
Vá hvað skíðamyndirnar eru flottar og Kristinn Kári svífur bara niður brekkurnar eins og ekkert séð, hrikalega flottur! Finnst mamman líka töff á snjóbrettinu ;)
Gleðilega páskahátíð og hafið það sem allra best,
Bestu kveðjur úr Kópavoginum, Ragnheiður
Ragnheiður Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 03:13
Komiði blessuð og sæl.
Vonandi hafið þið það gott á Hawaii. Ekki slæmt að taka smá forskot á sumarið og baða sig í sólini þar.
Ég var að spá í eitt. Ef þið verðið komin heim aftur á morgun 26. eða hinn 27. þá væri gaman að að heyra aðeins í þér.
Við ákváðum áðan að skella okkur til San Francisco. Eigum flug snemma í fyrramálið og verðum í þrjár nætur
Ég fann auðvitað ekki miðann með númerinu þínu, sem þú lést mig fá í flugvélini þarna um daginn. Þannig að ég skil bara eftir símanúmerin okkar hér :)
Þorbjörg (206) 321-0307
Gummi (206) 321- 6464
Vonandi heyrum við frá ykkur :)
kv. Þorbjörg Gummi og Böðvar Thor í Seattle
Þorbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.