Komin í mitt Kyrrahafið

hawaiiVið erum komin á áfangastað á Kauai - Hawaii-eyjunni sem er næst miðbaug. Þetta er eyjan úr Jurassic Park og Raiders of the Lost Ark etc. Á hótelinu okkar er stærsta sundlaug á öllum eyjunum - og þeir þreytast ekki á að segja okkur það. Sjórinn er heitur og fínn hér og við erum strax byrjuð að næla okkur í brúnku og surfvöðva. Næstu daga ætlum við svo að leigja okkur lítinn jeppa og keyra um eyjuna - og stoppa á strönd af og til - og hoppa í fossa og ganga inn í regnskóginn af og til. Við mætum svo aftur til San Francisco efitr páska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað er gaman hjá ykkur, bara að njóta lífsins og hafa það gott (á milli námsbókana). Í dag (fostudagurinn langi) er nú alveg ágætis veður hérna, alveg heiðskýrt, logn og 5 stiga hiti.  Hlakka til að sjá þig í sumar Hjödda mín, já og auðvitað strákana þína líka.

Láretta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:05

2 identicon

það er verið að skipta búslóðinni hennar ömmu sigríðar gætir þú haft samband við mapa á netfangið brynjolfurk@simnet.is vegna nokkurra hluta sem eru þar meðal annars ljósakrónunnar úr stofunni

guðm

Gudmundur Thor Brynjolfsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 18:24

3 identicon

Hæ hæ flotta fjölskylda :)

Vá hvað skíðamyndirnar eru flottar og Kristinn Kári svífur bara niður brekkurnar eins og ekkert séð, hrikalega flottur! Finnst mamman líka töff á snjóbrettinu ;)

Gleðilega páskahátíð og hafið það sem allra best,

Bestu kveðjur úr Kópavoginum, Ragnheiður

Ragnheiður Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 03:13

4 identicon

Komiði blessuð og sæl.

Vonandi hafið þið það gott á Hawaii. Ekki slæmt að taka smá forskot á sumarið og baða sig í sólini þar.

Ég var að spá í eitt. Ef þið verðið komin heim aftur á morgun 26. eða hinn 27. þá væri gaman að að heyra aðeins í þér.

Við ákváðum áðan að skella okkur til San Francisco. Eigum flug snemma í fyrramálið og verðum í þrjár nætur

Ég fann auðvitað ekki miðann með númerinu þínu, sem þú lést mig fá í flugvélini þarna um daginn. Þannig að ég skil bara eftir símanúmerin okkar hér :)

Þorbjörg (206) 321-0307

Gummi (206) 321- 6464

 Vonandi heyrum við frá ykkur :)

kv. Þorbjörg Gummi og Böðvar Thor í Seattle

Þorbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband