26.3.2008 | 05:53
Kauai engu síðra en Maui
Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt þá ákváðum við á endanum að segja skilið við Kauai og koma okkur heim til San Francisco eftir besta páskafrí í heimi. Við vorum á frábæru hóteli á besta stað. Það tók okkur einn og hálfan tíma að keyra eyjuna á enda í hvora átt (regnskógur og stórt fjall koma í veg fyrir að hægt sé að keyra hringinn um eyjuna). Við náðum að sjá alla eyjuna, fórum á sörfa og snorkla og höfðum það eins gott og mögulegt var. Eyjan er svo græn að Hjördís kvartaði oftar en einu sinni yfir pálmatrjám sem skyggðu á útsýnið. Þetta skýrist allt svo betur þegar við náum að setja inn myndir úr ferðalaginu (myndavélin bilaði reyndar í miðri ferð svo helmingurinn af myndunum var tekinn á gamaldags einnota myndavél - sem KK skildi engan veginn "af hverju get ég ekki séð myndirnar NÚNA".
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Guð flókin spurning...summa er það mínus eða plús úff afhverju fór ég á máladeild?
Skemmtilegar myndir - öfundarbylgjur og söknuður.
Hildur
Hildur Ísdal Þorgeirsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:11
Váts hvað það er alltaf gaman hjá ykkur....okkur gengur ekkert að surfa og safna brúnku hérna í kuldanum. Ég myndi sennilega öfunda ykkur alveg svakalega ef ég væri ekki með svona mikla heimþrá akkúrat núna :o)
Knús frá Oslo
Kolla
Kolla (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.