13.4.2008 | 17:41
Allir komnir á sinn stað
Tómas og Kristinn Kári voru á Íslandi í síðustu viku. Tómas var að vinna (og ekki bara í náttbuxunum eins og í San Fran) og KK var í sveitinni. Á leiðinni til baka gekk allt á afturfótunum. Flugleiðir áttu í erfiðleikum með að leyfa Tómasi og KK að sitja saman. Þegar við komum til Minneapolis voru þeir svo teknir í sérstaka yfirheyrslu og kvartað yfir því hversu oft Tómas hefði komið til USA síðustu ár. Þeir fengu þó að fara inn í landið en voru kvaddir með orðunum - kannski þú ættir að ferðast eitthvað annað næst. Eftir það kom í ljós að e-miðinn til San Francisco, sem keyptur var í gegnum Flugleiði, virkaði ekki (annað skipti sem þetta kemur fyrir). Tómas þurfti þá að kaupa nýjan miða til þess að geta fylgt barninu eftir. Þá voru strákarnir valdir í sérstaka vopnaleit - sem var frábært. Þetta batnaði þó allt þegar Hjördís sótti strákana út á flugvöll og allir komust heim. Við ætlum svo á ströndina í dag í 30° gráðu hita og sól - ekki amalegt það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.