24.4.2008 | 05:14
Why don't you have anyone?
Hjördís skilaði lokaverkefninu sínu á þriðjudagsmorgun. Nú gæti hún skrifaði sig í gegnum hvaða ofkólnunarsjúkling sem er. Um kvöldið skelltum við okkur að borða hráan fisk með Meredith, einstæðu vinkonu Hjördísar. Á meðan við biðum eftir matnum horfir KK á Meredith og spyr umhyggjusamur: "why don't you have anyone? you are always alone. I can be your friend. Eftir það var þögn við borðið - og Meredith reyndi að malda í móinn og benda á einhvern kærasta í L.A. sem hún er nýbyrjuð með og enginn hefur séð.
Um síðustu helgi fórum við svo í dýragarðin þar sem KK komst í tengsl við öll dýrin, fékk að gefa kindum og klappa geitum - svo sáum við reyndar líka lítið tígrisdýr og stuttan gírafa.
Kristín vinkona Hjördísar kom svo í heimsókn á þriðjudagskvöld. Hennar bíður mikið plan og fer örugglega enn þreyttari heim í næstu viku en þegar hún kom - en amk með nýmálað neglur á öllum endum. Þær stöllur fara á Goldfrapp tónleika um helgina og ætla út að borða hvert kvöld. KK fær svo nýtt hjólabretti í sumargjöf á fimmtudag og fer með kanilsnúða sem ofurhúsfreyjan Hjördís bakaði á síðasta vetrardag.
Myndivélin er svo komin úr viðgerð svo bloggið verður aftur myndrænt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.