5.5.2008 | 03:06
Loftárás
Á laugardaginn spiluðum við hafnabolta við Dag og Eggert. Það var sólskin, bjór fyrir pabbanna og allir höfðuða það gott, þangað til að Tómas fann blauta dellu á hausnum - jámm, dúfa hafði miðað og hitt beint á höfðuðið á Tómasi svo dúfnaskíturinn lak niður hárið og inn á bak. Tómas var ekki sérstaklega hress með það. Kristinn Kári heimtaði að fara heim svo það væri hægt að þrífa Tómasinn. Um kvöldið fórum við að borða á veitingastað sem borgarstjórinn á - en þó eftir að hafa farið í sturtu. Svo passið ykkur á dúfunum, þær eru stórhættulegar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.