Af hverju hlaupa í fötum?

Nú þegar farið er að fækka vikunum þangað til við flytjum aftur heim BaytoBreakers 002er alveg ótrúlega margt sem við þurfum að gera - sérstaklega þegar það er sól og 30° hiti. Á föstudaginn fórum við í Dolores park eftir skóla - vinna aðeins í tanninu með strákunum úr castro. Þeir mæta þangað í hrönnum í spídó og stuðmúsík - enda voru Erik og Bylgja þarna öllum stundum þegar þau voru hér síðasta sumar. Á laugardaginn fórum við svo á baselball leik. SF Giants á móti Chicaco White Sox - þó að það hafi verið gaman að fara á leik og fá sér bjór og pulsu þá er þetta arfaleiðinleg íþrótt. Svolítið eins og að horfa á miðaldra kalla í kíló í fjóra tíma (við lifðum þó bara af tvo). Helsta vandamálið var að við gátum ekki hellt í okkur bjórnum þ(sem ef vafalítið eina leiðin til þess að gera hafnabolta áhugaverða íþrótt) því við þurftum að keyra með KK í sleep-over til Dags og  vakna fyrir sólarupprás á sunnudaginn til þess að hlaupa Bay to Breakers. Það er 12 km hlaup yfir alla borgina (frá Embarcadero til Ocean Beach) sem tugir þúsunda tóku þátt í (margir sem gleymdu fötunum sínum heima (eins og hressi gaurinn á myndinni hér til hliðar) og enn aðrir voru fullir. Reyndar voru langflestir fullir í einhvers konar búningum). Við hlupum þó eins og við gátum, upp langa brekku og eftir öllum Golden Gate garðinum. Mikið stuð. Við fórum svo á Narníu II (þó eftir að hafa fari í sturtu) og eftir það í fínasta grill hjá Eggerti og Lindu. Við erum því nokkuð þreytt nú á sunnudagskvöld - með eins og einn bjór og hvítvínsglas.

BaytoBreakers 001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg! Til hamingju með afrekið :)

Já spídó-gaurarnir eru ótrúlega fyndnir -mæta allir einir á svæðið í fjólublárri spídó til að gefa örugglega réttu merkin. Svo bara að sóla sig og bíða eftir að bíti á...

Bylgja (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband