5.6.2008 | 05:18
Gestageišveiki
Nęstu viku verša 2 fermetrar į mann ķ ķbśšinni žegar viš veršum meš sex hressa gesti ķ tilefni af śtskrift brįšasta hjśkrunarfręšing landsins. Hjördķs og KK eru ķ frķi og eru žvķ bśin aš vera aš hanga ķ Dolores Park meš hressu strįkunum ķ Castro sem eru allir aš undirbśa giftingar į mešan Hjördķs undirbżr śtskriftina į föstudaginn.
Kristinn Kįri mętti ķ skólann sinn į žrišjudaginn aš kvešja alla krakkana. Hann mętti meš lundablżanta og žrista handa krökkunum. Hann fékk svo aš sitja ķ stólnum hennar Miss Mandy į mešan krakkarnir gįfu honum Good Bye Cards og föšmušu hann. Žaš voru komin tįr į hvarm įšur en KK byrjaši aš grķna til žess aš fela leišann. Krakkarnir föšmušu hann allir aftur įšur en viš fórum - sérstaklega stelpurnar sem eru nęstum allar į eftir strįknum um leiš og žęr segja "he's so fuuunnny". Strįkurinn jįtaši aš hann vęri pķnuleišur og aš hann ętti eftir aš "missa" Miss Mandy, allra krakkanna og lķka Miss Suki og Mr Rohan en hann myndi ekki missa Miss Fay - fillipeyska kennarans sem vill aš krakkar sitji hljóšir į mešan hśn er inni ķ kennslustofunni.
Myndirnar eru af okkur aš tjalda ķ Big Sur um sķšustu helgi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:25 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.