26.6.2008 | 03:34
Allt búið
Þá erum við flutt út af þriðja stræti og lögð af stað til Íslands - ferðalagið tekur reyndar um sólarhring. Á undanfarinni viku erum við búinn að selja bíl, sjónvarp og DVD-spilara, pakka tvisvar í gám og skila íbúðinni. Við náðum reyndar líka aðeins að versla svona þegar dollarinn fór í 85 krónur. Við fengum reyndar að pakka tvisvar sinnum í gáminn því gámakallinn mætti sólarhring of seint. Meira um það þegar heim kemur. En nú er þessum tveimur árum lokið - 2 hawaiferðum, fullt af bíltúrum, einni meistaragráðu og u.m.þ.b. 500 hamborgurum seinna. Við verðum komin með íslensku númerin okkar á föstudaginn og hlökkum til að heyra frá ykkur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig gátuð þið selt Ragnar? Gæti best trúað að það sé svipað og að rífa úr sér hjartað.
En ég fór á netið og fann litla bróður hans:
gjössovel
http://www.bilasolur.is/Car.asp?show=CAR&BILASALA=7&STYLE=&WS=1&BILASALAGROUP=7&BILAR_ID=130886&FRAMLEIDANDI=HONDA&GERD=ACCORD%202.0%20COMFORT&ARGERD_FRA=2002&ARGERD_TIL=2004&VERD_FRA=1150&VERD_TIL=1750&EXCLUDE_BILAR_ID=130886
Hóffý (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 10:14
Til hammó með meistarann. Hlökkum til að fá ykkur heim í kreppuna.
Gunni og Malí (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:53
Thid erud nú likleg kominn á klakann núna, vonandi gengu flutningarnir vel.Vildi bara kasta á ykkur kvedju og óska meistaranum innilega til hamingju med thennan stóra áfanga.
bestu kvedjur frá donunum sem eru stodd i portugal núna
Ransa
Ransa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:13
Þrátt fyrir að vera allt of sein að óska þér til hamingju ætla ég þó ekki að láta það á mig fá!! Til lukku með þennan frábæra áfanga, þú ert hetja!!
Kveðja, Guðlaug Helga
Guðlaug Helga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:22
Vona að ferðin heim verði góð hjá ykkur. Hlakka til að sjá ykkur :)
beta (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.