1.1.2007 | 21:26
Áramót
Eftir sextán tíma ferðalag daginn fyrir gamlársdag var ekki mikill kraftur í mannskapnum við áramótin. Við komum 175 kg af farangri á sinn stað og erum enn að jafna okkur eftir það. Við fórum í verslunarleiðangur til Kínverjanna á gamlársdag í leit að kínverjum. Keyptum nokkra og elduðum svo góðan mat. Kristinn Kári sofnaði fyrir skaup og varð ekki vakinn fyrir eldsnemma á nýarsdag. Hjónaleysin höfðu það ágætt og rétt náðu að lafa vakandi fram yfir miðnætti. Við horfðum á flugeldasýninguna yfir Flóabrúnni og á skaupið í gegnum galdra internetsins. Nú er bara að nýta nýársdag í að horfa á fréttaannála, smyrja nestið ofan í Hjördísi sem byrjar í skólanum annan janúar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Frábær myndin af ykkur. Rétt að láta Tómas halda á Do not enter skyltinu, þar sem þeir renna væntanlega "hýru" auga til hans í Kastró hverfinu.
Da-Mixa (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 10:46
Já, sammála Daða. Hver á annars gulu stjörnuna á myndinni til hægri?
Fróði.
Fróði (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.