Að marka völlinn

Tómas og Kiddi hafa verið að æfa sig í fótbolta í góða kaliforníuveðrinu. Við hittum annan lítinn strák í gær sem vildi ólmur prófa að spila svona evrópskan fótbolta. Sá ameríski var ekki alveg með reglurnar á hreinu, varð eitthvað ringlaður og pissaði á markið. Við fluttum okkar þá á næsta grasbala. Sá ameríski elti, náði boltanum og settist á hann. Sá varð nú nokkuð reiður þegar KK náði boltanum aftur og skammaði útlendinginn fyrir að leika hænu með hann. Þá var náttúrlega bara eitt fyrir nýja vininn að gera - taka niður um sig buxurnar og pissa líka á völl númer tvö. Kristinn Kári varð hoppandi illur þegar sá útlenski hló pissandi á fína fótboltavöllinn. Við höfum strikað þennan út af mögulega vinalistanum (jafnvel að Kristinn Kári sem kominn með óvinalista - mjög í líkingu við þann sem Nixon var með). Annars er allt rólegt á vesturvíðstöðvunum. Hjördís byrjuð aftur í skólanum og stefnir hraðbyri á að verða bráðasti hjúkrunarfræðingur í heiminum. Kristinn Kári les allt sem hann festir hönd. Hann byrjar í skólanum 8. janúar. Foreldrarnir fara í viðtal á fimmtudag - nú er bara að pressa jakkafötin og hafa sunnudagskjólinn tilbúinn. Tómas hefur einnig sett sér það markmið að koma heim með færri ameríkukíló en síðast. Ameríka gerir þó sitt til þess að gera heimavinnandi húsfaðirinn ávalan og fínan - nú er bara að reyna að forðast freistingarnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband