5.1.2007 | 03:13
Dvergur, Indverji og foreldrapróf
Í gær fórum við út í búð. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema að Kristinn Kári benti á mann og sagði: "sjáðu, hann er minni en hundurinn sinn. Eru í alvörunni til dvergar í Bandaríkjunum." Eftir smá eftirgrennslan og skamm fyrir að benda fundum við manninn. Hann var á bak við hundinn sinn.
Í dag fórum við svo í foreldraviðtal í skólanum hans Kristins Kára. Þar tók vinalegur feitlaginn Indverji á móti okkur, vóg og mat okkur hæf til þess að eiga barn í skólanum sínum. Sá indverski fór aðeins yfir námsskrána og tók það fram að sjálfsögðu fara börn ekki út að leika sér þegar það rignir - enda aldrei að vita hvað gerist þegar börn blotna. Nú þarf Tómas að smyrja fyrir tvo námsmenn. KK verður nú Montessori barn, sex tíma á dag frá og með 8. janúar. Í skólanum er börnum 2-7 ára boðið upp á barnvæna aukatíma á borð við spænsku, frönsku og mandarín. KK langar aðallega að læra mandarínu. Við sjáum til hvað við gerum - kannski að við byrjum á enskunni. Skólinn er lítill, fáir nemendur á hvern kennara og krakkar frá öllum heimshornum. Hann verður með öðrum íslenskum strák í bekk sem KK er búinn að velja sem vin sinn - enda segist hann ekki þekkja alla hina útlendingana.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
æ hann er svo æðislegur
Katrín (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 20:21
jájá dvergurinn var æðislegur
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, 6.1.2007 kl. 00:15
Við fylgjumst með síðunni og höfum meiriháttar gaman af !!!! Bestu kveðjur frá öllum í hvassaleitinu
sigríður Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.