Í Bandaríkjunum borgar það sig að eiga börn

Loksins getum við byrjað að láta Kristinn Kára vinna fyrir okkur - við sem héldum að við þyrftum að bíða a.m.k. í 15 ár í viðbót. Við vorum á leikvelli í gær þegar við fáum miða í hendurnar og okkur boðið að koma með drenginn í áheyrnaprufur fyrir auglýsingar. Og það fylgdi frír hádegismatur með (ég benti samt konunni ekki á það sem Hannes Hólmsteinn segir um hádegismat). Við fórum samt ekki. Gerum það kannski næst og fáum hann til að auglýsa núðlusúpur. Smáfjölskyldan fór líka í bíó um helgina. Fengum boðsmiða á forsýningu á Arthur og hin ósýnilegu. Vorum komin í röð fyrir kl. 10 um morgun. Það var samt ekki erfitt þar sem við vorum að venju vöknuð upp úr kl. 6. Annars er sól og sumar í San Fran. Við vorum m.a. í stuttbuxum í gær þegar við fórum í fótbolta. Nágrannar okkar voru þó í úlpum og með húfur - en það er þeirra vandamál. Tómas fann líka bjór sem bragðast alveg eins og malt. Keypti kassa. Á mánudagsmorgun verður fyrstu skóldagur hans Kristins Kára í Montessori House for Children. Foreldrar mega ekki vera með svo við þurfum að skilja drenginn eftir með feita indverska manninum og enskumælandi kennurunum. Vonandi gengur það vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Kristinn Kári, ég er viss um að þér gangi vel í nýja skólanum, kveðja Matthías. Ætlarðu að kenna mér ensku?

Sigrun Jonsdottir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband