Ekki lengur ömurlegur

Eftir að hafa dregið drenginn í skólann í morgun biðu allir spenntir eftir að sjá hvernig annar í skóla hefði gengið. Skólastrákurinn kom hlaupandi út skælbrosandi - sannfærður um að þetta hafi verið góður skóladagur. Skólinn ekki lengur ömurlegur, heldur alveg ágætur og allt bara mjög fínt. KK lærði líka eitt nýtt - að slá í bolta með priki, það var rosalegt. Honum fannst nú líka ekki síður merkilegt að þetta skyldi vera íþrótt sem allir krakkarnir kunnu. Nú á að kaupa prik, bolta og hanska, senda barnið svo í hafnaboltabúðir og gera foreldrarana ríka. Á leiðinni heim úr skólanum var svo manneskja í strætó í sumarlegum sandölum og galladragt með þetta fína permenent, varalit og skartgripi. Flestir mundu kannski halda að þetta hafi verið heldri kona í leiðinni í te. En ónei, hér í San Fran gengur þessi útbúnaður víst alveg eins fyrir karlmenn (kannski líka á leiðinni í te). Maður má kannski ekki borða hval, en að ganga í kvenmansfötum er svo sannarlega ekkert tiltökumál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 skemmtilegt

Rut (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 18:35

2 identicon

hey ég kíki sko hérna nokkrum sinnum á dag og bíð óþreygjufull eftir fréttum af hverstagslífunu úti í geimi, veit að ég er löt við að kvitta en ég er samt alltaf að kíkja

Katrín (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband