Veðurfréttir

Það voru 25° og sól um helgina - engin stormviðvörun, eldar langt í burtu og engir jarðskjálftar. Við skelltum okkur því til Berkely á laugardaginn og svo að surfa í Bolinas (rétt norðan við San Francisco) á sunnudaginn. Annars fengum við okkur sushi á föstudaginn. Keyptum okkur sæbjúgu þar sem þau voru það ferskasta sem til var og þjónninn mælti með þeim: "they taste like the sea" -og hann laug ekki þar.

 Halloween 095


Trick or treat - smell my feet - give something good to eat

KK, Dagur, Teddi og Conor búnir að hafa sykurinn af bágstöddum


Treat

Fórum að sníkja nammi á Halloween (31. október). Kristinn Kári var kúreki,Halloween 044 Tómas maðurinn með ljáinn (en gleymdi láinum heima, svo hann var bara maðurinn) og Hjördís var nornin Ágústa. Fórum að sníkja í Sea Cliff (sem er ríkramannahverfið við China Beach). Náðum í nammi fyrir næstu ár - fylltum heila fötu. Ekki lélegur árangur það. Strákarnir sungu Trick or treat, smell my feet, give me something good to eat.

 

Halloween 016

Halloween 067

 


Búningar, afmæli og grasker

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur síðustu daga - svo mikið að Hjördís varð 28 ára á sunndaginn - og sólin hefur látið sjá sig sem hefur dregið okkur á ströndina (þó að eitthvað hafi dregið úr sumarsólinni í dag). grímurbúningar 001

Í síðustu viku komu krakkarnir í Montesori House of Children í grímubúningum í skólann til að æfa sig fyrir Halloween (KK vildi vera kúreki - og fékk það). Foreldrarnir mættu svo galvaskir með nammi og horfðu á krakkana ganga í skrúðgöngu og synga. Allir mjög töff (nema litli strákurinn sem þurfti að vera býfluga). Tómas fór svo að sjá Múm á fimmtudaginn. Þau stóðu sig mjög vel fyrir næstum fullum sal.

Við skárum út grasker á föstudaginn eins og alvöru bandarísk fjölskylda. Það gekk rosalega vel, en þó vita vafalaust margir að grasker lykta eins og prump að innan (jámm, þið heyrðuð það fyrst hér). grímurbúningar 043

Á laugardaginn fór KK í afmæli til Dags. Afmælið var í fimleikasal þar sem strákarnir (því að sjálfsögðu voru engar stelpur) fengu að hlaupa út um allt undir vökulu auga fimleikaþjálfara. Það var mjög gaman. KK fór svo í sleep over hjá Degi á meðan Tómas og Hjördís fóru út að borða á Fleur de Lys og í fordrykk á Top of the Mark í tilefni afmælisins. Það var svo sannarlega ekki leiðinlegt. Á sunnudeginum var svo haldið eitthvað minnsta (en besta) afmæli í heimi - 3 gestir í góðum mat.

Nú er verið að læra og grímurbúningar 090vinna til þess að vinna upp fyrir skemmtunum undanfarinna daga.

 

 

 

 

 

 

 

 


Tónleikar í höllinni

Interpol stóðu sig mjög vel á laugardagskvöldið. Fengum reyndar smáheimþrá þegar við komum á tónleikastaðinn því hann minnti ónteitanlega á Laugardalshöllina (gímald með sætum og risastórum hátölurum til þess að ná einhverju hljóði). Og ekki má gleyma því að bjórinn var á íslenskum prís - $10 stykkið. Það er jafnmgraskerikið og 12 bjórablandípokað kostaði fyrir helgi. Eini munurinn var að hér biðu allir í beinni röð eftir að fá afgreiddann bjór. Fyrir tónleikana fórum við á perúskan veitingastað. Kristinn Kári var í sleepover hjá Degi (sem hafði verið hjá okkuar á föstudagskvöldinu). Þegar fjölskyldan hittist svo á sunnudaginn kunnu allir betur að meta alla. Ótrúlegt hvað smápössun getur verið góð.

Á sunnudeginum fórum við svo upp í sveit. Keyrðum sem leið lág til Halfmoon Bay að sækja okkur grasker. Urðum reyndar að vara okkur á óðum múldýrum og okurbændum (5$ fyrir að fara í hoppukastala úti á miðjum akri). Fengum á endanum tvö grasker eftir að hafa forðast múldýrin og gengið akurinn. Þau verða svo skorin út í vikunni. Áhugasamir taka kannski eftir því að KK er ennþá í íslenska landsliðsbúningnum þrátt fyrir tapið fyrir Liechtenstein (hann fer alltaf í landsliðsbúninginn um leið og hann kemur grasker 001úr þvott).

Hjördís verður svo árinu eldri næsta sunnudag (eða deginum eldri). Við ætlum líka að lyfta okkur upp þá (Tómas ætlar reyndar fyrst að fara og sjá Múm á fimmtudaginn). Hún þarf reyndar fyrst að fara í próf og skila ritgerð. Hún fær ekki að fara niður til Stanford þessa vikuna, en Þar er víst hjúkkuhimnaríki með þykkum latexhönskum, lancome-spritti og gullsprautum. Sjúklingarnir eru líka alvöruveikir (engin kvef eða tognaðir öklar) og svo segja þeir ekki neitt - enda allir í öndunarvél. Bráðahjúkkan fær svo að fljúga með sjúkrunarþyrlu spítalans í næsta mánuði - LifeFlight911. Þar er bráðahjúkrað á flugi - ekki fyrir neina aumingja eða óbráðar hjúkkur (eða ótryggða sjúklinga). (ömmur geta smellt á myndirnar og þá stækka þær).


Hátíð í bæ

Jólin (eða kannski hrekkjavaka eða thanksgiving) komu snemma í ár. Í matvörubúðinni (Trader Joe's) var til sölu bjórblandípoka. Búðafólkið valdi 12 mismunandi bjóra saman í poka sem mátti ekki opna og skoða ofan í fyrr en komið var út úr búðinni. Afraksturinn var mjög góður - a.m.k. helmingurinn bjórar sem Tómas hefur ekki smakkað.

 Hjónaleysin eru að fara á Interpol-tónleika á laugardagskvöldið. KK verður í sleep-over hjá Degi (Dagur er hjá okkur á föstudagskvöldið). Búin að fylla alla skápa af halloweennammi - svo bara senda barnið út 31. október að ná í meira nammi. Hann ætlar sem kúreki.


Brassar

Brasílískir vinirKristinn Kári og Tómas skelltu sér á krakkahátíð með brasilísku vinunum á laugardaginn. Hátíðin var í boði Gavin Newsom, fjölþreifna borgastjórans okkar (bara að Dagur eða Villi væri eins og hann). Fórum svo í mat hjá Ingó og Helgu, nýjustu Íslendingunum hérna við Flóann. Mikið stuð. Heimadagur á sunnudaginn. Nú þarf bara að fara að kaupa búninga og grasker fyrir Halloween því jólaskrautið er komið í búðirnar. Bíðum spennt eftir kommentum. Hér til hægri er mynd af fótboltastrákunum í Mission Bay.

Habibi á Tour de Mission Bay

Í tilefni landafundanna II halda starfsmenn alríkisins upp á Kólumhjólastrákur 001busdaginn fyrsta mánudag í október. Kristinn Kári reyndist eini alríkisstarfsmaðurinn í fjölskyldunni og þurfti því að mæta með Tómasi í arabísku þar sem Hjördís var allan daginn í Stanford. KK fékk að leika forsetningar í málfræðitíma... og gerði það vel. Annars lærði KK líka að leggja af stað sjálfur á hjóli á mánudaginn - eftir að hafa lært að hjóla sjálfur á sunnudaginn.

Fyrir þá sem hafa heimsótt okkur eða hafa áhuga á að heimsækja smáfjölskylduna við Flóann þá er búið að opna kaffihús hérna niðri og matarstaði (matsölustaðir væru kannski of jákvætt orð). Hér með ætti að vera myndband með KK að hjóla.   


Bláir englar og sandkastalar

Fórum á sandkastalakeppni á laugardaginn. Fengum ekki að taka flotadagur 008þátt og enginn byggði kastala - bara kolkrabba, krókódíla og eldfjöll. Til þess að taka þátt hefðum við þurft arkitekta, fullt af krökkum og verktaka sem stuðningsaðila. Eftir að hafa fengið fjölmargar hugmyndir fyrir næstu standarferð fórum við niður að höfn. Þar sáum við Blue Angels sýna listir sínar. Þeir flugu eins og vindur - upp og niður og síðan á hlið. Hávaðinn var ærandi eins og heyra má . Við höldum að innst inni hafi allir verið að vonast eftir eftir að eitthvað myndi koma upp á. En ekkert gerðist. Fórum svo og skoðuðum jólaskrautið í Target - enda ekki seinna vænna.  Á myndasíðunni eru fleiri myndir -- fyrir áhugasama.  

Kristinn Kári lærði svo að hjóla án hjálpardekkja á sunndaginn. Myndir af því koma von bráðar.  


San Franmyndir

CABAMPVZ

Töffari (Tómas er næstum því jafngóður)

CAHGY51F

Ekki bara hjólabrettatöffarar - heldur öruggir hjólabrettatöffarar á hafnaboltaleik

CARE6PZ7

Töff á Surf Beach - bara hringja, skella sér í lestina og vera tilbúin í surfið

CAZYAHJR

Stórhættulegur mysingur tekinn af Homeland Security. Rifinn upp, skoðaður í krók og kima og svo límdur aftur.

Rokktónleikar 

Allir í stuði á rokktónleikum með Arcade Fire. Smárigning og þrumur á meðan LCD Soundsystem spiluðu - en ekkert alvarlegt.

Tannlaus

Tvær farnar, en nóg eftir. Eina vandamálið er að gatið er akkurat nógu stórt þannig að opalið dettur stundum út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband