3.10.2007 | 03:13
Litli prinsinn
Kristinn Kári byrjaði í sundi í dag. Sundtímarnir eru hér í næsta húsi þar sem eru tvær sundlaugar, flottur líkamsræktarsalur, squashsalir, klifurveggur bókasafn, bar o.fl. En við sendum þó ekki litla prinsinn í neinn almúgatíma. Þegar við mættum í fyrsta tímann kom í ljós að það eru tveir kennarar - og þrír krakkar = 1,5 krakki á kennara (reyndar var stelpukennarinn þannig í laginu að þau voru eiginlega eitt á eitt). KK er sem sagt í sundi þriðjudaga og fimmtudaga, jóga á miðvikudögum og leikfimi á föstudögum. Hjónaleysin voru annars að velta fyrir sér að fara að læra klettaklifur um næstu helgi - sjáum hvort að það gangi eftir. Annars eru bara allir í stuði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 04:20
Sól og sumar
Keyrðum þrjá og hálfan tíma beint í suður á föstudaginn. Gistum tvær nætur í strandbænum Pismo Beach - rétt norðan við LA - í hátt í 30° hita og skínandi sól. Fórum á þrjár mismunandi strandir og mínigolf, sem er eitt uppáhaldsáhugamál Kristins Kára og keyptum lítið brimbretti. Við borðuðum svo að sjálfsögðu góðan mat og vorum í miklu stuði.
26.9.2007 | 02:55
Ofurhjúkrun
Hjördís kláraði fyrstu vaktina sína í Stanford á mánudag. Tómas og Kristinn Kári keyrðu hana í fyrsta skiptið. Héðan í frá þarf hún að taka tvo strætóa og eina lest, sem fer héðan kl. 5.45 um morgun. Eins gott að það sé gaman hjá henni.
Kristinn Kári sagði á leiðinni í skólann í morgun: Sjáðu Tómas, þarna er kona að þykjast vera maður. Hann hefur samt ekki ennþá minnst á manninn sem þykist vera kona í bleikum kjól sem við sjáum á hverjum morgni - kannski finnst honum það ekkert óvenjulegt.
Vorum á China Beach í dag. Mjög huggulegt. Um næstu helgi ætlum við suður á bóginn til Pismo, sem er langleiðina til LA. Ætlum að vera þar í tvær nætur með tærnar í Kyrrahafinu.
22.9.2007 | 18:40
Arcade Fire
22.9.2007 | 18:35
Litli prinsinn
Þegar Kristinn Kári kom aftur í skólann eftir sumarfríið tók Ms. Fay (sextugur, fillipseyskur, málhaltur kennari) á móti honum og sagði "hello, little prince". Ms. Fay hefur sem sagt ákveðið að setja á fjalir leikritið um hana Þyrnirós (sem Bandaríkjamenn halda að sé eftir Disney).
Okkur leist bara vel á það en Kristinn Kári þverneitaði. Hann vildi bara vera kóngur og Ms. Fay yrði bara að finna sér nýjan prins - því prinsinn ætti að kyssa hönd prinsessunar, og það ætlaði KK svo sannarlega ekki að gera (því eins og allir vita þá eru stelpur eitraðar).
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 02:57
Te, bjór og mandible
19.9.2007 | 21:02
P, B & J
Peter, Björn og John stóðu sig vel í gær - og mun betur heldur en í 42° hitanum í Coachella. Tónleikarnir voru á Warfield, sem er mjög flottur tónleikastaður. Kristinn Kári missti annars aðra tönn í gær. Hann getur ekki beðið eftir að fá fullorðinstennur, og svo helst gulltennur á eftir því.
Kristinn Kári kom heim úr skólanum í gær. Hann var búinn að eignast nýjan vin. Hann sagðist ekki vita hvað hann héti, en að hann væri "brúnn með svona hvítt inni í höndunum".
18.9.2007 | 03:43
Ég vildi að ég væri tannlaus - þá þyrfti ég ekki að tannbursta mig
15.9.2007 | 03:51
Loksins komin heim
Jæja, þá eru allir komnir út. Tómas kom fyrir tveimur vikum, en Hjördís og Kristinn Kári viku seinna. Hjördís greip með sér þrjár vinkonur sem verða hérna hjá ykkur fram á mánudag. Veðrið er gott og KK er að koma sér aftur fyrir í skólanum. Hjördís verður á fullu og Tómas í arabísku, viðskiptatímum og að vinna fyrir Landsbankann. Tómas fékk araba til afnota yfir veturinn. Hann heitir Abdullah og er Sádi-Arabi - mun skárri en arabinn sem Tómas bjóð með í Georgíu. Annars ætlum við að vera dugleg að blogga fram á vor - og vonandi fylgist þið með og sendið okkur komment.
19.7.2007 | 22:53