25.5.2007 | 03:37
Arabistan
Tómas og Kristinn Kári skelltu sér í arabískt partý í vikunni. Boðið var upp á endalaust magn af hummusi og öðrum arabískum mat. Reyndar var ein konan sem ákvað að gefa rúmlega tveggja ára syni sínum brjóst. Drengurinn var það stór að hann gat beðið um vatnsglas þegar látunum lauk og bara náð sér í meira ef þannig lá á honum. Það var ekki sérstaklega huggulegt og svo sannarlega ekki til eftirbreytni.
Partýið endaði svo með því að Íslendingarnir fóru heim á meðan arabarnir drukku þrælsterka Mojito. Tómas ætlaði að fara að vitna í Kóraninn en skellti sér bara heim. Það hlýtur að vera eitthvað í vatninu, en við vinnum úr því. Kristinn var ekki alveg sáttur við matinn, en var svo hræddur við ókunnuga fólkið að hann hagaði sér eins og engill. Hann var meira en að segja kallaður "well behaved and poised". Ætli hann sé þá ekki bara uppeldislega tilbúinn.
Annars er sólin hátt á lofti og þokan víðsfjarri. Við höfuð því nýtt alla eftirmiðdaga á ströndinni - sem öllum þykir skemmtilegt. Hjördísi tekst m.a. að lesa allt um hjartalínurit og lungnaröntgenmyndir (svokallað brjóstamyndir) á ströndinni. Nú þarf bara einhver að lenda í hákarli eða fá hjartaveiki svo Hjördís geti sýnt alla nýju bráðahjúkkukraftana. Annars fækkar hugsanlega um einn á sröndinni í haust þegar Hjördís byrjar í verknáminu - og þá líklega á gjörgæslunni í Stanford. Það verður ekki amalegt.
22.5.2007 | 05:19
Í besta sæti á Björk
Við fórum, sáum og dáðumst að Björk á laugardagskvöldið. Tónleikarnir fóru fram í útileikhúsi við höfuðstöðvar Google. Tónleikarnir hófust á þrumandi Earth Intruders, hlaupandi stelpum með lúðra og fána og Jónasi Sen í dúndurstuði. Declare Indpendence var líka frábært. Gríðarlegur kraftur í henni allan tímann. Við vorum svo heppin að fá miða á besta stað og meira en segja miða í eftirpartýið - en hvað segir maður við Björk annað en "þú varst bara alveg frábær. Nei í alvöru frábær", hmm. neibb svo við bara dönsuðum.
Joanna Newsome hitaði upp og var frábær. Hún spilar á hörpu eins og vindurinn. Svo reyndi Eggert að dansa við hana eftir tónleikana, en hún var eitthvað upptekin. Ghostigital hitaði svo upp fyrir hana auk þess sem Einar Örn sýndi gamla takta og spilaði á lúður í einu lagi með Björk. Það var mjög gaman.
Smáfjölskyldan fór svo á Shrek the Third á sunnudaginn. Mjög skemmtileg - þó að foreldrunum hafi kannski fundist hún enn fyndnari en Kristni Kára.
21.5.2007 | 15:33
Benettonauglýsingar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 01:28
Árleg Benetton sýning
Á föstudaginn var foreldrunum boðið í heimsókn í Montesori House of Children (sem er skólinn hans Kristins Kára). Krakkarnir í skólanum voru að halda upp á "international children day". Þá sýna krakkarnir hvaðan þeir eru með því að mæta í þjóðbúningum og ganga um með þjóðfánann sinn límdan framan á sér. Kristinn Kári mætti í gervi Eiðs Smára - í íslenska landsliðsbúningnum í fótbolta - og öskraði alla leiðina í skólann "áfram Ísland".
Í skólanum eru krakkar um þrjátíu löndum og þau tala átján tungumál (ekki hvert þeirra samt). Þau eru líka allaveganna á litinn - og sum eru með gleraugu.
Dagurinn byrjaði með því að krakkarnir skrúðgengu um skólann. Sumir krakkarnir voru í þjóðbúningum (m.a. einn þriggja ára japani í kjól með sverð) og allir voru þeir með þjóðfánann sinn. Fæstir krakkana voru með bandaríska fánan (og ein þeirra fáu sem var með svoleiðis á tékkneskan pabba). Foreldrarnir börðust á meðan um besta staðinn til þess að ná myndum. Nokkrar boltamömmurnar voru reiðubúnar að hrinda, sparka og bíta til þess að ná góðum myndum. Krakkarnir voru svo með skemmtun, nokkuð öruggt að Classroom E stóð þar upp úr. Bekkurinn hans Kristins Kára söng m.a. "Spring is here" og "We are the World" og luku með sögu um tíu fillipeiska forska (á ensku og einhverri útlensku). Það er mjög merkilegt að Kristinn Kári er mun minna feiminn á ensku en íslensku.
Krakkarnir fengu svo alþjóðlega veislu í hádegismat þar sem allir komu með eitthvað frá sínu heimalandi. Við komum með mysing og ópal - það síðarnefnda vakti mismikla ánægju (langminnsta hjá Írönunum).
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 05:21
Kosningar og arabíska ekki undir einu þaki
Það er allt í hers höndum við flóann. Tómas er búinn að taka þrjú arabískupróf og á eftir eitt. Það síðasta er í arabískri málfræði og haldið á uppstigningardag af öllum dögum. Í munnlega prófinu var rætt um heima og geima - samt aðallega "Múhammeð á mál. Má Múhammad mála".
Það var ekkert rætt um kosningarnar í munnlega prófinu - enda er orðið kosningar ekki fyrsta orðið sem kennt er í arabísku (kóngur var aftur á móti eitt það fyrsta). Það var ekki einu sinn rætti um varnarsigur Samfylkingarinnar (vann Framókn ekki líka sigur - þeim hafði verið spáð undir 10% en fengu næstum 12%). Kosningasjónvarpið var búið á mjög kristilegum tíma, eða svona upp úr miðnætti - sem var sérstaklega gott. Hápunktar kvöldsins var vafalítið þegar Samúel Örn var vakinn til þess að komast á þing - eða öllu fremur þegar hann datt aftur af þingi áður en rann af honum.
Annars er Kristinn Kári líka að taka miklum framförum. Hann var að lesa upphátt á ströndinni á sunnudaginn. Hann las um hús. Húsið var með skrítið þak. Barnið sagði því stundarhátt "The house has a fag" - jamm, við pökkuðum sama stuttu seinna.
10.5.2007 | 05:08
Don't you know Dana or Palli
Alþingiskosningar og eurivision eiga það sameiginlegt að atburðirnir vekja álíkamikla athygli hérna í landi frelsisins - ef frá er talinn einn hópur manna. Tómas hefur tvisvar sinnum rekist á Kana sem hafa valið eurovision sem heppilegt umræðuefni. Annar sagðist þekkja vinsælasta tónlistarpersónu Evrópu - Don't you know Dana International, (s)he is the best European musician ever (kannski að Aqua hafi ekki verið byrjuð þá). Hinn var arabískunemandi í Georgíu sem keypti alla diska Páls Óskars þegar hann stoppaði í Keflavík. Hafði mest lítinn áhuga á Sigurrós og Björk en fannst Palli "fantastic" og sagði "he even went to eurovision" - jamm það er þannig sem tónlistarmenn eru dæmdir í gamla landinu.
Þjóðerniskenndin hefur þó ýtt undir áhuga á eurovision hérna við flóann. Kristinn Kári söng í dag "eurivision nation, töff, töff, töff". Hann hefur samt ekki náð sömu tengingu við Eirík, þótt hann vilji nú vera rokkari (og bóndi) þegar hann verður stór. Vonandi að hann verði öðruvísi töffari.
Enn hefur þó enginn Kani bókað sig í eurivisionpartý unglingadeildar Íslendingafélags San Francisco á morgun. Partýið verður við Kaliforníustræti í brönsformi, enda FInnar á bandvitlausum tíma fyrir áhorfendurna við Kyrrahafið og margarítur.
8.5.2007 | 16:22
Er of heitt?
Síðustu tvo daga hefur verið 26 gráðu hiti og sól. Loksins kominn alvöru Kaliforníuhiti sem við þekkjum úr Strandvörðum og O.C.. Við göngum bara um í stuttbuxum, sandölum og bol.
4.5.2007 | 05:11
Gæðabíll
2.5.2007 | 03:04
Gleði, músík og óeirðalögregla í tólf tíma fjárlægð
Tómas fór á útihátið um helgina. Eftir fimm tíma akstur komum við að Los Angeles. Eftir það voru bara sjö tímar á sniglahraða að Coachella - sem er við Palm Springs í Suður-Kaliforníu. Tómas og Eggert hlustuðu á Músík í þrjá daga, drukku smá Heineken (eini bjórinn til sölu) og sváfu af sér þegar óeirðalögreglan var kölluð á tjaldsvæðið og þyrlur sveifuðu fyrir ofan (það er hugsanlegt að það séu ellimerki að taka ekki eftir þúsund manna partýi á tjaldsvæði sem LAPD þarf til að binda endi á.
Coachella var nokkurn veginn svona:
Föstudagurinn
Besti Íslendingurinn: Björk spilaði fyrir hátt í 160.000 manns á föstudagskvöldið. Hún var líka best þennan daginn. Hún og allir lúðrarnir voru mjög flottir. Við sjáum hana svo aftur eftir tíu daga hér í San Fran.
Besta comebackið: The Jesus and Mary Chain. Höfðu vit á því að spila bara slagara (og eitt lag sem hljómaði eins og gamla dótið).
Mesti töffarinn: Kim Gordin þegar Sonic Youth spilaði Daydream Nation.
Sáum líka: Jarvis Cocker með nýja soloefnið og Interpol.
Laugardagurinn
Besta hljómsveitin: The Arctic Fire. Öll hljómsveitin virtist hafa jafngaman af tónleikunum og við.
Mestu vonbirgðin: Peter Björn and John. Voru að leka niður úr hita og reyndur endalaust af lélegum sænskum bröndurum. Áttu samt sína spretti - en allir aðrir voru bara miklu betri.
Besta hommapoppið: Hot Chip.
Besta Kaliforníuhljómsveitin: Red Hot Chillie Peppers sem spiluðu alla slagarana nema Californication.
Besta showið: Japanarnir í Cornelius.
Sáum líka The Good the Bad and the Queen (Damon Albarn og bassaleikarinn úr Clash), Blonde Redhead (sem voru rosagóð eins og oft áður) og !!! auk nokkurra minni spámanna.
Sunnudagurinn:
Bestir: Ratatat
Besti Svíin: Jose Gonzales
Besti Argentínumaðurinn: Jose Gonzales.
Elstur: Willie Nelson
Blökkumenn dagsins: the Roots.
Afríkubúar dagsins: Konono No.1. Fólk frá Kongó sem býr til eigin gítara og bassa úr bílavarahlutum.
Leiðinlegastir: Explosions in the Sky
Sáum líka: Manu Caho, Rage Against the Machine (sem spiluðu fyrir 160.000 manns og allir í stuði, enda frá LA), Damien Rice, Air, Placebo, Kaiser Chiefs, Mandi Dioa, Happy Mondays, Junior Boys, Tapes N'Tapes og Grizzly Bear.
Svo er bara fyrir alla að fara að plana ferðina hingað fyrir Coachella 2008. Þá ætlum við að leigja hús í Palm Springs - enda orðin of gömul fyrir tjöld í 42 gráðu hita og partý sem lögreglan þarf að skipta sér af.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2007 | 02:34