Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Nýjar myndir

Fyrir ömmur og aðra áhugasama eru komnar nýjar myndir undir heitinu "apríl".

The Tin man

Kristinn Kári las nýja bók í skólanum í dag. Hún heitir the Tin Man og nýtur mikilla vinsælda í classroom E - kennarinn er ekki alveg viss hvernig barnið lærði að lesa ensku svona fljótt. Tómas er sannfærður um að það sé keppnisskapið úr mömmu hans sem rekur drenginn áfram.

Smáfjölskyldan hafði lambalæri í matinn í gær - dýrasti matur sem við höfum keypt. Krydduðum með íslensku Nóatúnskryddi og drukkum rauðvín frá Coppola. Góð tilbreyting frá kjúlla og aftur kjúlla.

Annars er góða veðrið komið aftur. Ragna María og Gummi koma í heimsókn á miðvikudag og verða fram yfir helgi.


Lesturinn gekk vel og fjölskyldufaðirinn að verða bankastrákur

Kennarinn í Classroom E, Ms. Mandy, sagði "all right Kristinn" eftir að drengurinn las Mac and Tab við mikinn fögnuð hinna krakkanna. Á sama tíma nældi Tómas sér í vinnu hjá greiningardeild Landsbankans næsta sumar - svo það er allt á uppleið hérna við Flóann.

Á sunnudeginum fórum við í Golden Gate Park í baseball. Kristinn Kári ber af í þeirri íþrótt, a.m.k. miðað við foreldrana sem vita varla hvernig kylfan snýr. Fórum svo á Ocean Beach - en vindurinn var svo kaldur að við vorum fullklædd.


Mac and Tab og verðlaun fyrir góðmennsku

Á morgun, föstudag, verður upplestur í Montesori skólanum í San Francisco. Kristinn Kári mun lesa úr bókinni Mac and Tab - allir velkomnir.

Foreldrarnir eru annars að sprynga úr stolti. Krakkarnir mega velja sér bók til þess að lesa fyrir bekkinn þegar þau telja sig tilbúin. Á sumardaginn fyrsta gekk Kristinn Kári að bókahillunni. Hann tók fram Mac and Tab og sagði við kennarann að nú væri hann tilbúinn - enda var hann fullur af stolti (og sykri) eftir að hafa komið með töggur handa bekknum á sumardaginn fyrsta. Á þremur mánuðum er barnið sem sagt orðið læst - á sitt annað tungumál. Nú er bara arabískan næst.

Þeir sem ekki komast á upplesturinn geta hér lesið sér til um Mac and Tab:

Mac is a cat. Tab has a pal. The pal is Mac. Mac is a rat. Mac has a cap. Tab has a nap on the mat. MAc has a nap on Tab. The ham is in the pan. The ham is for Tab. Tab has a nap. Mac has the ham. Tab is mad at Mac. Mac had the ham. The cap is on the mat. The cap is on Tab. Mac has the ham. Tab has the cap. Mac and Tab are pals.

Ekki bara er barnið læst á ensku heldur fékk hann með sér bréf heim úr skólanum í dag. Í því segir:

Certification of Kindness

Kristinn is hereby duly recognised for committing the following act of kindness: He made a hat for Oleg (Serbann í bekknum). This act has helped the make our world a kinder place to live.

This act was observed by: Miss Mandy on 4/17/07

Ég held að foreldrarnir eigi nú skilið eins og einn bjór.


Sumarið komið á Ísland en bara skýjað hér

Barnið vill nú fara aftur til Íslands. Þar er sumar og sól en hér er bara skýjað. Hann er sannfærður um að hann komist á ströndina á Íslandi núna þar sem þar er sumar - hér er bara skýjað og ekki einu sinni frí í skólanum. Hann fékk þó að koma með töggur í skólann í morgun og gefa hinum krökkunum. Verst ef þær festast í gervitönnunum á gamla kennaranum hans.

Annars er fjölskyldufaðirinn að útbúa Kaliforníu-playlista. Allar hugmyndir (og lög) vel þegnar.


Knúsandi Kínastrákar

Þegar Kristinn Kári kom aftur í skólann í morgun var hann faðmaður af Kínastrák. Sá kínverski var bara svo ánægður að sjá drenginn okkar heilan á húfi.

Kristinn Kári les nú og les. Hann er á fullu í m-unum. Má mamma mála húsi. Máni er að lesa um mús. Hann stendur sig mjög vel - en getur orðið frekar reiður út í heiminn þegar hann reynir að lesa ensku með íslenskum hljóðum og öfugt. Hjördís var annars að kaupa sér miða á Justin Timerlake í september. Við förum svo á Björk í maí - það verður ekki leiðinlegt.


Myndir úr ferðalagi

Myndir úr ferðalaginu með afa og ömmu eru komnar á netið. Bendum á linkinn hér að neðan fyrir áhugasama undir "myndir" -- "amma og afi í heimsókn". Ferðalagið var Napa, aka himnaríki, gist í Sonoma, svo til Yosemite og þaðan á ströndina um Monterey, Big Sur og Carmel. Stór tré, vín, sandar og ýmislegt annað skemmtilegt.

Hættulegar afmæliskveðjur

Fagott, klarinett, skákmedalíur og siglingahnútar hafa nú vikið fyrir fyrsta töff áhugamáli Tómasar. Fjölskyldufaðirinn æfir sig nú stíft á hjólabretti. Eftir að hafa hrasað á fyrstu æfingunni þá stendur drengurinn nú hverja ferðina á fætur annarri (þrátt fyrir að eiga verðandi bráðahjúkku uppi á fimmtu hæð). Kristinn Kári spyr reyndar stöðugt afhverju Tómas fer ekki hraðar. Annars var Tómas stöðvaður úti í búð í dag með brettið. Gamall maður gekk upp að honum og sagði: "þú veist að tugir manna deyja á svona brettum á hverjum degi, þú ert að stefna lífi stráksins þíns í hættu með því að kenna honum svona framferði". Þetta gerðist aldrei þegar hann gekk um með taflmennina og fagottið (þó að fagott geti svo sannarlega verið stórhættuleg í höndunum á röngu fólki).

Kristinn Kári leikur sér annars núna aðeins á ensku. Ef hann veit ekki alveg hvað kallarnir eða legókubbarnir eiga að segja þá heyrist "happy birthday" eða "I'm gonna kill you". Stundum koma líka blöndur "happy kill you" eða "I'm gonna kill you happy birthday". Kannski þeta sé ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki verið boðið í hoppukastalaafmæli nýlega.

Tómas og Kristinn Kári eru annars í Spring Breaki núna. Kristinn Kári þarf reyndar að bíða í a.m.k. 15 ár í viðbót (helst 20) áður en hann fær að fara til Cancun.


Geta fimm ára strákar pippað?

Þá erum við komin til baka í heiðardalin eftir ferðalagið með mapa. Kristinn Kári er nú fullur af nammi og á fullt af nýju dóti - enda elskar hann ömmur alveg rosalega. Annars er barnið búið að ákveða að hann langi til þess að verða eins og Ari frændi (20) þegar hann verður stór og "pippa" því stelpur eru ógeðslegar - jafnvel alveg eitraðar.

Ferðalagið gekk annars rosalega vel. Clint Eastwood rekur þennan fínasta bæ hérna rétt sunnan við okkur, alveg við ströndina. Við kíktum í heimsókn og KK tók ömmu sína og afa í sædýrasafnið og dótabúðina í Target. Við borðuðum endalaust mikið og drukkum lítra af víni og góðum bjór. Nú er bara að koma heimilinu á réttan kjöl áður en næstu gestir koma.


El Trippo is awsome

Erum búin að vera á ferðalagi með Mapa Tómasar síðan á fimmtudag. Benedikt frændi gaf grænt ljós á keyrslu um bænadagana - enda var nóg af styttum af heilögum Frans frá Assisi í Napa-dalnum (og allt fjótandi í messuvíni). Eftir að hafa smakkað guðaveigarnar í Napa og Sonoma (þar sem við fengum bestu steikur í heimi) skelltum við okkur sem leið lá til Yosemite. Þar má finna stóra steina og enn stærri tré. Ekki má heldur gleyma indánunum, björnunum og dádýrunum. Það var mjög gaman - eða eins og Kristinn Kári segir "þetta er aaawwsome". Barnið er annars fullt af sykri og hamingju vegna ömmu-heimsóknarinnar (bara tveir mánuðir í næsta slíka ofurdekur).

Nú erum við í Los Banos. Erum á El Motelo og stefnum á að fara út að borða á veitngastaðnum Los Margaritos. Annars höfum við alls staðar fengið 10% afslátt á gistingu með því að segja örfá orð á íslensku - kannski fólk haldi að við tölum tungum svona um páskana (eða það bara sjái fjölskyldusvipinn með Tómasi og Benedikt páfa úr Mogganum).

Á morgun (páskadag) ætlum við til Monterey og Carmel (þar sem Clint Eastwood er borgarstjóri - sem er nú aðeins meira kúl en "ég er bara sami gamli Villi sem langar ekki að fara á vídeóleiguna í Mjódd og sjá fólk í spilakassa"). Fyrir áhugamenn um bílamenningu þá verður að taka það fram að Ragnar var settur á bekkinn um helgina og jeppi tekinn á leigu. Myndir koma þegar við komum aftur til Friskó.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband