Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.4.2007 | 14:43
Lagt í'ann
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2007 | 01:12
Heimsóknir mapa, Helgu og Hóffýar og kannski páfans
Nú eru Mapa komin til San Francisco og Helga og Hóffý fara heim á morgun. Fyrir þá sem ekki vita þá er tekið á móti öllum gestum hér með sól og hvítvíni - við hlökkum því til þess að sjá sem flesta. Það veitir samt ekki af hvítvíninu því San Francisco er jafnlangt frá Íslandi og Nepal. Kristinn Kári er sérstaklega ánægðut með þessa skipan mála, enda fær hann nammi og gjafir við hvert fótmál. Svo var farið í dýragarðinn á sunnudaginn - sem er aldrei leiðinlegt (nema þegar aparnir í Sædýrasafninu í Hafnarfirði köstuðu saur á krakkana af bangsadeild leikskólans Bæjarbóls árið 1984).
Annars er stefnan tekin á Yosemite þjóðgarðin með gömlu hjónin. Umfram allt á þó að setja afa Binna á beit í Napa og Sonoma. Þar verðum við undir lok vikunnar, áður en við keyrum af stað eitthvað í suður í óvissuna.
Annars var Tómas að komast að því sér til mikillar skemmtunar að Benedikt páfi, forvígismaður móðurkirkjunnar, er nátengdur fjölskylduföðurnum við flóann. Þannig er mál með vexti að amma eiginmanns systkinabarns Tómasar og páfinn eru systkynabörn (Tómas og páfinn eru sem sagt náskyldir). Þessi nánu tengsl hljóta því að koma í veg fyrir að okkur hefnist fyrir að lifa á pólskan máta (þ.e. án samþykkis móðurkirkjunnar). Nú er bara að sjá hvort Benedikt kíki ekki í sól og hvítvín með okkur á ströndinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 04:00
Grá hár í stað hoppukastala
24.3.2007 | 22:27
Sjóræningjar og húllastelpur í hoppukastala
Það er ekki auðvelt að vera afmælisbarn í San Francisc - hvað þá að vera foreldri afmælisbarns. Kristinn og Tómas skelltu sér í afmæli hjá Caitlyn, bekkjarsystur KK. Eins og í öllum almennilegum fimm ára afmælum voru fjórir hoppukastalar. Við komuna í afmælið - sem haldið var í Golden Gate garðinum - voru strákarnir klæddir í sjórræningjabúninga og stelpurnar í strápils og blómahálsmen. Fyrir svanga var hlaðborð með tíu köldum réttum og fimm heitum - og nóg af öllum drykkjum og ís. Þegar krakkarnir voru orðnir orkulausir var bara eitt svar, eða eiginlega þrjú: Kandíflos, klakar og popp úr poppvél. Allt eins og hver gat í sig látið. Fyrir pabbana dugði ekkert minna en bjór (og þegar krakkarnir eru orðnir fullir af kandíflos (kk fékk sex) þá veitir pöbbunum ekki af smá bjórlögg). Svo kom að því að Íslendingarnir vildu komast heim. Þá gekk náttúrlega ekki annað en að krakkarnir fengju gjöf með sér heim - eða kannski réttara sagt gjafir. Strákarnir fengu nefnilega með sér litla gullkistu fulla af sjóræningjadóti.
Að öðru leyti eru allir í stuði. Helga og Hóffí voru að koma í heimsókn. Mapa koma í næstu viku. Mikil spenna á heimilinu - ekki síst hjá KK sem er nú með smá ömmu- og afasöknuð.
22.3.2007 | 01:42
Himnaríki
Á laugardaginn fór Tómas að sjá Barak Obama vera með læti í Oakland. Hússein var hress og hélt rosalega ræðu þar sem 10.000 fögnuðu hverju einasta orði sem hann lét falla. Frambjóðandinn er jafn-karesmatískur og sagt er - og jafnvel enn betri ræðumaður. Svartar stórar konur stóðu agndofa og horfðu á hetjuna sína. Undir lokin hlupu þær allar upp að sviðinu en færri komust að en vildu. Tómas varð undir og komst ekki að Obama - en sá hann samt.
Annars er fjölskyldumóðirin komin í vorfrí. Til þess að fagna þessum merka áfanga (sem gerir hana 1/3 bráðahjúkrunarfræðing) skelltum við okkur í skíðaferð í Lake Tahoe, nánar tiltekið á skíðasvæðið Heavenly í Suður-Tahoe. Á myndasíðunni má sjá helstu atriði úr ferðinni undir "skíðaferð".
Við keyrðum upp eftir á sunnudaginn. Ferðin tók um fjóra tíma með stuttu stoppi. Þegar við komum á hótelið var sól og sumar - bara strandaveður - svo við skelltum okkur á ströndina og horfðum upp á skíðasvæðið (sem nær hæst í 3.016 metra hæð). Á mánudaginn var Kristni Kára og Degi komið fyrir í skíðaskóla - þar sem þeir lærðu öll grunnatriðin (nema að jóðla). Við skíðuðum í sól og góðu veðri um allt fjallið (27 lyftur). Hjördís var á bretti en Tómas var íhaldssamur til tilbreytingar og hélt sig við skíðin. Á mánudeginum var öll fjölskyldan saman í fjallinu. Kristinn Kári fékk skíðakennslu frá Tómasi. Í eftirmiðdaginn skíðuðu svo Tómas og Eggert um allt fjallið - vægast sagt himneskt.
Fimm bjórtegundir smakkaðar nýlega:
Blue Moon - Hveitibjór með appelsínu frá Colarado. Opinber bjór Heavinly skíðasvæðisins. Einn besti bjórinn hingað til XXXX.
Dead Guy Ale - Frá Rogue (útlaga) brugghúsinu í Newport Oregon. Frábær millidökkur bjór í flottri flösku XXX.
Eggertsportari - Frá Oregon. Rosagóður portari, fátt betra eftir skíði XXX.
Pyramid Hefe Weizen - Berkley, Kaliforníu. Góður hveitibjór, einn sá besti við flóann XXX.
Trader Joe's Bavarian Hefeweizen - San Jose, Kaliforníu. Allt í lagi hveitibjór. Soldið skrítið eftirbragð. Bara XX sem er lítið fyrir bjór.
16.3.2007 | 03:58
Frískamín
Það væri hægt að tappa á frískamín hér við flóann núna. Kristinn Kári orðinn frískur og kátur og Hjördís búin í prófum = hress og kát. Fjölskyldumóðirin fer ekki aftur í skólann í þessum mánuði. Tómas og Kristinn Kári fara hina vegar saman í frí fyrstu vikuna í maí. Annars er ennþá sól og hiti - svo mikill hiti að stefnan er tekin á snjóinn í Tahoe (það er í uppi í Sierra fjöllunum fyrir þá sem eru ekki með landafræði Norður-Kaliforníu á hreinu).
Annars var klukkunni breytt um síðustu helgi. Umhverfisnefnd Bandaríkjaþings flýtti sumartímanum um 2 vikur - og þá er þetta gróðurhúsamál ekki lengur neitt vandamál. Umhverfið orðið heitara svo að þingið lengir sumarið um fjórar vikur. Svona snör viðbrögð myndu vafalítið lyfta virðingu fyrir Alþingi upp á nýjan leik. Við erum sem sagt núna 7 tímum á eftir Íslandi.
14.3.2007 | 04:42
Lazarus og Kotmót í Friskó
Kristinn Kári er kominn með hita, hor og hósta. Hann er ekki hinn hressasti - eins gott að fjölskyldumóðirin er næstum orðin 2/6 meistarahjúkka. Veikindin eru þó ekkert alvarleg, nema kannski fyrir skapið þar sem það er enn sumarveður úti.
Talandi um Lazarus og vini hans í Bifíunni, þá var stórhátið öfgatrúarunglinga haldin um helgina á hafnarboltaleikvanginum hérna steinsnar frá húsinu okkar. Hátiðin heitir Battlecry (Kotmótið í íslenskri útfærslu) og ferðast um Bandaríkin með hljómsveitir, predikara og unglinga sem öskra saman um hvað þeir elska mikið Jésús og hata homma, múslima, djöfulinn og alla aðra sem hafa aðrar skoðanir en þeir. Battlecry er kallað hópefli en minnir meira á múgsefjun. Áhugasamir geta hitt krakkana í Detroit í næsta mánuði eða bara skoðað heimasíðuna battlecry.com
13.3.2007 | 02:15
Strandaglópar
Við erum á ströndinni nú tímunum saman. Það er lesið og lært á ströndinni - farið yfir lyfjafræði, arabísku og ensku. Eina vandamálið er að hitinn úti virðist vera kominn inn í Kristinn Kára líka. Við erum ekki mjög ánægð með það (KK er þó sérstaklega ósáttur við þessa skipan mála). Hér í Ameríku eru víst líka umgangspestir. Við kennum að sjálfsögðu leikskólanum um eins og góðir íslenskir foreldrar. Talandi um skóla þá fara flestir skólafélagar KK í einkaskóla nú í haust eða haustið 2008 þar sem almenningsskólarnir hérna í borginni eru ekki að standa sig. Skólagjöldin í þessa eru aðeins í hærri kantinum - og rúmlega það. $1000-1500 á mánuði er grunnverðið.
Annars var helgin frábær. Það var strákadagur á laugardaginn. Tómas, KK, Eggert og Dagur (ekki B) Eggertsson fóru í eins konar fjölskyldugarð sem er við rætur Golden Gate. Mjög skemmtileg. Á sunnudeginum fór KK í afmæli til bekkjarfélaga síns sem er Írani. Mikið stuð (og pizzur). Í eftirmiðdaginn fóru unglinga- og barnadeild Íslendingafélagsins í San Francisco á ströndina (China Beach fyrir þá sem þekkja til).
10.3.2007 | 15:16
10 vikur
8.3.2007 | 01:06
Frisbað á fullu
Nú er hversdagur. Allir í skólanum svo það er ekki mikið að frétta. Kristinn Kári, Tómas og Dagur fóru reyndar í almenningsgarð (sem eru miklu betri en almenningssalerni) með flugdreka og frisbídisk á þriðjudaginn. Þar var frisbað á fullu (eins og KK kallar það) og flugdrekinn flæktist í tré - alveg eins og í bíómyndum. Hjördís er annars að verða búin með 2/6 af náminu sínu. Svo fer að líða að tveimur barnaafmælu. Hér duga svo sannarlega engar kökur og kók. Krakkarnir taka yfir garða og matsölustaði og svo er 17. júní stemmning með kandíflos, trúðum og andlitsmálningu (bara án fullu unglinganna).
Svo förum við bráðum að fá heimsóknir. Fyrst koma Hoffý og Helga og svo mapa Tómasar. Kristinn Kári býður spenntur eftir nýjum birgðum af mysingi - sem er alveg að verða búinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)