Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
19.1.2007 | 01:56
Lúther og þrælarnir
17.1.2007 | 03:41
Vísindi, ís og ónýtar appelsínur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 17:01
Ísöld?
14.1.2007 | 19:15
Af hverju kveikti maðurinn í sér?
Í gær var stóri dagurinn - stórir bílar keyrðu yfir litla bíla og gerðu það vel. Eins og kynnirinn sagði við upphaf leikanna þá er það að fá að njóta Monster Truck Jam eitt af þeim frelsum sem gerir Bandaríkin svo frábær. Kannski við hefðum átt að mæta til Írak og Afganistan með stóra bíla að keyra yfir litla bíla til þess að sýna þeim fram á hversu mikilvægt frelsið er. Þá hefðu Talibanarnir og Saddam örugglega verið hraktir frá völdum með kústsköftum og kökukeflum.
Annars var hafnaboltaleikvangurinn stútfullur og allir í feiknastuði. Tómas og Kristinn Kári héldu með the Grave Digger (sem hefur verið í bransanum í 25 ár). Hann vann þó ekki. San Francisco tapaði svo líka fyrir L.A. í fjórhólakappi - þá fyrst varð KK reiður. Áhorfendur þekktu greinilega bílana og ökuþórana, sérstaklega frúin fyrir aftan okkur sem öskraði svo hátt og var svo spennt að snjóþvegnugallabuxurnar og krumpujakkin rifnuðu næstum því utan af henni. Hápunktur kvöldsins var þó þegar einhverjum manni var lyft í 30-40 metra hæð. Þar kveikti hann í sér og hoppaði niður (á útblásna dýnu fyrir neðan). Lýðurinn ærðist af hrifningu, enda ekki á hverjum degi sem menn kveikja í sér og láta sig falla logandi um tugi metra. Kristinn Kári tók þessu þó með stóískri ró og spurði "já, en af hverju kveikti maðurinn í sér?". Honum fannst svörin sem hann fékk frekar óskýr. Annars eru komnar myndir á myndasíðuna okkar af þessum atburði og sjón er sögu ríkari. Þar má m.a. sjá skólann hans KK sem hann er hæstánægður með, þó að hann sé ekki enn kominn í mandarínutímana.
10.1.2007 | 03:38
Ekki lengur ömurlegur
9.1.2007 | 03:56
Fyrsti skóladagurinn í borg óttans
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2007 | 06:17
Í Bandaríkjunum borgar það sig að eiga börn
5.1.2007 | 03:13
Dvergur, Indverji og foreldrapróf
Í gær fórum við út í búð. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema að Kristinn Kári benti á mann og sagði: "sjáðu, hann er minni en hundurinn sinn. Eru í alvörunni til dvergar í Bandaríkjunum." Eftir smá eftirgrennslan og skamm fyrir að benda fundum við manninn. Hann var á bak við hundinn sinn.
Í dag fórum við svo í foreldraviðtal í skólanum hans Kristins Kára. Þar tók vinalegur feitlaginn Indverji á móti okkur, vóg og mat okkur hæf til þess að eiga barn í skólanum sínum. Sá indverski fór aðeins yfir námsskrána og tók það fram að sjálfsögðu fara börn ekki út að leika sér þegar það rignir - enda aldrei að vita hvað gerist þegar börn blotna. Nú þarf Tómas að smyrja fyrir tvo námsmenn. KK verður nú Montessori barn, sex tíma á dag frá og með 8. janúar. Í skólanum er börnum 2-7 ára boðið upp á barnvæna aukatíma á borð við spænsku, frönsku og mandarín. KK langar aðallega að læra mandarínu. Við sjáum til hvað við gerum - kannski að við byrjum á enskunni. Skólinn er lítill, fáir nemendur á hvern kennara og krakkar frá öllum heimshornum. Hann verður með öðrum íslenskum strák í bekk sem KK er búinn að velja sem vin sinn - enda segist hann ekki þekkja alla hina útlendingana.
3.1.2007 | 04:35
Að marka völlinn
1.1.2007 | 21:26