Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
18.6.2008 | 06:01
Og fleiri myndir frá útskriftinni
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 04:41
Meistari Hjördís
6.6.2008 | 14:27
Útskrift
5.6.2008 | 05:18
Gestageiðveiki
Næstu viku verða 2 fermetrar á mann í íbúðinni þegar við verðum með sex hressa gesti í tilefni af útskrift bráðasta hjúkrunarfræðing landsins. Hjördís og KK eru í fríi og eru því búin að vera að hanga í Dolores Park með hressu strákunum í Castro sem eru allir að undirbúa giftingar á meðan Hjördís undirbýr útskriftina á föstudaginn.
Kristinn Kári mætti í skólann sinn á þriðjudaginn að kveðja alla krakkana. Hann mætti með lundablýanta og þrista handa krökkunum. Hann fékk svo að sitja í stólnum hennar Miss Mandy á meðan krakkarnir gáfu honum Good Bye Cards og föðmuðu hann. Það voru komin tár á hvarm áður en KK byrjaði að grína til þess að fela leiðann. Krakkarnir föðmuðu hann allir aftur áður en við fórum - sérstaklega stelpurnar sem eru næstum allar á eftir stráknum um leið og þær segja "he's so fuuunnny". Strákurinn játaði að hann væri pínuleiður og að hann ætti eftir að "missa" Miss Mandy, allra krakkanna og líka Miss Suki og Mr Rohan en hann myndi ekki missa Miss Fay - fillipeyska kennarans sem vill að krakkar sitji hljóðir á meðan hún er inni í kennslustofunni.
Myndirnar eru af okkur að tjalda í Big Sur um síðustu helgi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 16:01
Fin
27.5.2008 | 04:04
Alltaf nóg að gera


Erum nýbúin að fara í leikhús uppi á fjalli, á de young listasafnið að föndra, skoða Stanford, grilla með Eggerti og Lindu og hlaupa 12 km yfir alla borgina í Bay to Breakers - nóg að klára áður en við komum heim 27. júní.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 04:02
Af hverju hlaupa í fötum?
Nú þegar farið er að fækka vikunum þangað til við flytjum aftur heim er alveg ótrúlega margt sem við þurfum að gera - sérstaklega þegar það er sól og 30° hiti. Á föstudaginn fórum við í Dolores park eftir skóla - vinna aðeins í tanninu með strákunum úr castro. Þeir mæta þangað í hrönnum í spídó og stuðmúsík - enda voru Erik og Bylgja þarna öllum stundum þegar þau voru hér síðasta sumar. Á laugardaginn fórum við svo á baselball leik. SF Giants á móti Chicaco White Sox - þó að það hafi verið gaman að fara á leik og fá sér bjór og pulsu þá er þetta arfaleiðinleg íþrótt. Svolítið eins og að horfa á miðaldra kalla í kíló í fjóra tíma (við lifðum þó bara af tvo). Helsta vandamálið var að við gátum ekki hellt í okkur bjórnum þ(sem ef vafalítið eina leiðin til þess að gera hafnabolta áhugaverða íþrótt) því við þurftum að keyra með KK í sleep-over til Dags og vakna fyrir sólarupprás á sunnudaginn til þess að hlaupa Bay to Breakers. Það er 12 km hlaup yfir alla borgina (frá Embarcadero til Ocean Beach) sem tugir þúsunda tóku þátt í (margir sem gleymdu fötunum sínum heima (eins og hressi gaurinn á myndinni hér til hliðar) og enn aðrir voru fullir. Reyndar voru langflestir fullir í einhvers konar búningum). Við hlupum þó eins og við gátum, upp langa brekku og eftir öllum Golden Gate garðinum. Mikið stuð. Við fórum svo á Narníu II (þó eftir að hafa fari í sturtu) og eftir það í fínasta grill hjá Eggerti og Lindu. Við erum því nokkuð þreytt nú á sunnudagskvöld - með eins og einn bjór og hvítvínsglas.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2008 | 16:03
Nice
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 02:19
Árás þvottabjarna
Við lögðum af stað á föstudaginn í tjaldferðarlag í miðjum rauðviðarskógi við Santa Cruz. Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum Yahoo maps um hvernig við ættum að komast að þjóðgarðinum - eina vandamálið var að tölvan fann bara stystu leiðina að garðinum sem var að inngangi sem var hvergi nærri tjaldsvæðinu - eiginlega á bak við svona tvö fjöll og engir vegir lágu þar á milli. Ferðin í skóginn tók því 3,5 tíma en ekki 1,5. Skapið á mannskapnum batnaði þó heldur betur þegar við komum í skóginn þar sem við fengum tjaldstæði næstum út af fyrir okkur innan um risastór rauðviðartré. Við hentum upp tjaldi frá Erik og Bylgu - sem var stærra heldur en íbúðin okkar hérna í San Fran og byrjuðum að grilla. Um leið og Hjördís opnaði kjötpakkann kom þvottabjörn hlaupandi upp að okkur vildi fá bita. Kristinn Kári rak hann í burtu, en um leið kom annar og allir vildu þeir í grillið - þá sáum við skilti þar sem varað við ágengum þvottabjörnum sem geta opnað kælibox og tjöld til þess að ná sér í mat. KK var því gefið þvað verkefni að halda þvottabjörnunum frá matnum. Við reyndar rákumst líka á geitur, íkorna og páfugl - en þeir vildu ekkert hafa með matinn okkar að gera, enda grænmetisætur. Hitinn féll niður að frostmarki um nóttina, svo við útilágum í lopapeysum og með húfur eins og á Íslandi en ekki í stuttbuxum og bíkíníi eins og við höfðum fyrst gert ráð fyrir.
Á laugardeginu keyrðum við svo til Santa Cruz og fórum þar á ströndina. Náðum aðeins að vinna í taninu áður en allir gestirnir koma í júní - ekki hægt að koma heim hvítur eftir tvö ár í Kalifórníu. Við fengum okkur svo mótel rétt hjá ströndinni. Herbergið, sem var í raun þrjú herbergi, var líka stærra en íbúðin okkar (sem er reyndar ekkert mjög stór). Á sunnudeginum fórum við svo í skemmtigarð við ströndina, fórum í rússíbana. Í einu tækinu blotnuðum við og þá heyrðist í KK: ég kom sko ekki hingað til þess að blotna. Við gengum næst að stórum fallturni og þá heyrðist í honum aftur: ég kom sko ekki hingað til þess að meiða mig. Þegar við fórum í hryllingshúsið sagði hann samt ekki neitt - hélt bara fyrir augun og var hljóður sem aldrei fyrr. Við fórum svo heim - og í þetta skipti fundum við rétta leið. Eftir 3 tíma ferðalag til Santa Cruz var aðeins klukkutímakeyrsla heim vel þegin.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2008 | 03:16