Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.5.2008 | 03:06
Loftárás
24.4.2008 | 05:14
Why don't you have anyone?
Hjördís skilaði lokaverkefninu sínu á þriðjudagsmorgun. Nú gæti hún skrifaði sig í gegnum hvaða ofkólnunarsjúkling sem er. Um kvöldið skelltum við okkur að borða hráan fisk með Meredith, einstæðu vinkonu Hjördísar. Á meðan við biðum eftir matnum horfir KK á Meredith og spyr umhyggjusamur: "why don't you have anyone? you are always alone. I can be your friend. Eftir það var þögn við borðið - og Meredith reyndi að malda í móinn og benda á einhvern kærasta í L.A. sem hún er nýbyrjuð með og enginn hefur séð.
Um síðustu helgi fórum við svo í dýragarðin þar sem KK komst í tengsl við öll dýrin, fékk að gefa kindum og klappa geitum - svo sáum við reyndar líka lítið tígrisdýr og stuttan gírafa.
Kristín vinkona Hjördísar kom svo í heimsókn á þriðjudagskvöld. Hennar bíður mikið plan og fer örugglega enn þreyttari heim í næstu viku en þegar hún kom - en amk með nýmálað neglur á öllum endum. Þær stöllur fara á Goldfrapp tónleika um helgina og ætla út að borða hvert kvöld. KK fær svo nýtt hjólabretti í sumargjöf á fimmtudag og fer með kanilsnúða sem ofurhúsfreyjan Hjördís bakaði á síðasta vetrardag.
Myndivélin er svo komin úr viðgerð svo bloggið verður aftur myndrænt.
15.4.2008 | 14:20
Sumar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.4.2008 | 17:41
Allir komnir á sinn stað
29.3.2008 | 19:29
Nokkrar frá Hawaii
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 05:53
Kauai engu síðra en Maui
Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt þá ákváðum við á endanum að segja skilið við Kauai og koma okkur heim til San Francisco eftir besta páskafrí í heimi. Við vorum á frábæru hóteli á besta stað. Það tók okkur einn og hálfan tíma að keyra eyjuna á enda í hvora átt (regnskógur og stórt fjall koma í veg fyrir að hægt sé að keyra hringinn um eyjuna). Við náðum að sjá alla eyjuna, fórum á sörfa og snorkla og höfðum það eins gott og mögulegt var. Eyjan er svo græn að Hjördís kvartaði oftar en einu sinni yfir pálmatrjám sem skyggðu á útsýnið. Þetta skýrist allt svo betur þegar við náum að setja inn myndir úr ferðalaginu (myndavélin bilaði reyndar í miðri ferð svo helmingurinn af myndunum var tekinn á gamaldags einnota myndavél - sem KK skildi engan veginn "af hverju get ég ekki séð myndirnar NÚNA".
19.3.2008 | 17:20
Komin í mitt Kyrrahafið

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2008 | 03:33
...og fjallið er næstum eins og tvö hæstu fjöll Íslands
Skíðanjálgurinn tók sig upp á ný - og eina ráðið við honum er að henda fjölskyldunni í bílinn og bruna upp í fjöll... eða kannski frekar að skríða upp í fjöll. Við lögðum af stað með öllum öðrum San Franciscobúum sem voru að byrja í Spring Break og vorum því næstum 7 tíma á leiðinni (í staðinn fyrir 4). Tómas fékk líka að seta undir keðjurnar í snjókomu og myrkri, sem honum finnst sérstaklega skemmtilegt. Við skíðuðum svo allan laugardaginn. Kristinn Kári kom með upp í yfir 3000 metra hæð og brettaði næstum alla leiðina niður að Lake Tahoe (með nokkrum stökkum og aðeins fleiri föllum). Við komum svo aftur í bæinn á sunnudaginn í sól og sumaryl.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 03:26
Og þá var eftir einn
10.3.2008 | 04:27
Einu sinni kunnti ég alla íslenskuna
Kristinn Kári hefur núna áhyggjur af því að hann sé að verða kani, eða eins og hann sagði í dag: "einu sinni kunnti ég all íslenskuna, en ekki lengur. Mikið er gott að ég á ömmu sem getur kenntað mér hana aftur" - já ætli það sé ekki bara ágætt að við komum heim í sumar.
Við höfum annars haft það gott hér í sólinni og hitanum sem kom um leið og Erik og Bylgja fóru. Við héngum í Dolores park í laugardeginum - drukkum límónaði og köstuðum frísbí. Á sunnudaginn gerðumst við svo menningarleg og drógum drenginn á Ballett. KK leist nú ekki vel á þetta fyrst - "á ég að horfa á baaallerínur?!". En eftir að við sögðum honum að þetta væri bara ballett með dönsurunum en engum stelpulegum ballerínum var hann meira en til í þetta. Hann sat næstum kjurr í tvo tíma. Annars erum við búin að fatta að það er farið að styttast í annan endan á þessu hjá okkur. Við þurfum því að vera dugleg að klára að gera allt sem við viljum gera áður en við komum heim. Nú er bara að setja saman lista og haka við þetta eitt af öðru.