Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
3.3.2008 | 04:30
Sumar í mars




Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2008 | 15:35
Ömmustrákur
26.2.2008 | 02:40
Á brettum


Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2008 | 04:46
Erik og Bylgja mætt í frelsið
Erik og Bylgja lentu eins og til stóð á föstudagskvöldið hress og kát eftir góðan svefn á leiðinni. Þau ætla að vera hérna hjá okkur fram yfir næstu helgi - en við förum á skíði um næstu helgi. Við fórum vel út að borða á laugardaginn eftir fordrykk á Tiki Room, sem er einn mest tackí staður sem sést hefur. Við skelltum okkur til Sonoma á sunnudag til þess að væta aðeisn í kverkjunum og sýna þeim höllina okkar (Ledson). Þau þekkja þó orðið borgina næstum jafnvel og við eftir að hafa verið hérna í fjórar vikur síðasta sumar. Erik og Kristinn Kári eru annars orðnir "Best Budies" - og eiga orðið leynimerki.
14.2.2008 | 01:56
Veikindi
11.2.2008 | 03:17
Sunshine, lollypops and rainbows everywhere...

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 04:25
Skíðageðveiki og snjóbrettatöffari
Við lögðum í'ann til Lake Tahoe á föstudaginn kl. 17. Lentum í smáumferðarteppu og snjókomu og vorum komin á leiðarenda upp úr kl. 22 (tveimur tímum á eftir áætlun). Við skelltum okkur svo í skíði snemma á laugardagsmorgun. Kristinn Kári fór í snjóbrettakennslu hjá Henry, eða Hinriki eins og hann vildi kalla hann. Dómur kennarans var: Wow, Kristinn learned to board like a pro!!! og KK vildi helst ekki hætta - sem er gott þar sem við förum aftur eftir þrjár vikur. Skíðasvæðið í er yfir 2000 metra hæð með tugum lyfta og er í tveimur fylkjum (Kaliforníu og Nevada) sjá www.skiheavenly.com. Það snjóaði og snjóaði stóran hluta úr deginum en veðrið var stórfínt á milli trjánna. Allir skemmtu sér konunglega.
Þegar við vöknuðum á sunnudeginum var snjór yfir öllu - næstum metri í fjallinu og hálfur metri yfir Ragnari. Við (sem sagt Tómas) þurftum að grafa bílinn út og setja keðjur undir hann (í fyrsta skipti á ævinni). Við komumst þó á endanum burt - og hlökkum mikið til að koma aftur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2008 | 06:25
Gone skiin'
Á föstudaginn er stefnan tekin á helgarskíðaferð í Lake Tahoe.
Eins og má sjá af myndina hér til hliðar héldum við hátíð í tilefni af því með fánum, þjóðbúningum og söngvum, já og auðvitað skíðakórónum. Það er spáð snjókomu, vindi og snjókomu en það er of seint að afpanta hótelið (og svo er búið að kaupa keðjur á Ragnar) - og þegar maður er í yfir 2000 m hæð þá er kannski ekki hægt að búast við sól og sumaryl. KK ætlar að læra á snjóbretti og hjónaleysin munu prófa skíða- og brettagræjurnar frá hvort öðru og ömmu grétu/afa binna. KK vildi fara í brettakennslu af því að hann "kann á skíði" að eigin sögn (hefur farið einu sinni). Stefnum svo á að fara aftur þegar Erik og Bylgja koma í heimsókn.
Hjördís er annars á Trauma Nurse Core Course í skólanum "the stuff you need to be a real trauma nurse". Hún verður útskrifuð úr því rétt fyrir skíðaferðina - svo þá er bara að pakka St. Bernharðshundinum, koníakinu og plástrunum svo stúlkan geti bjargað deginum (sérstaklega ef Tómas stingur sig á sverðinu sem hann heldur á á myndinni).
Látum fylgja með mynd af mæðginunum í leit að peningum í sjóræningjaskipi undir Golden Gate brúnni - 15 péningar í hús.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 06:03
LET'S GO WARRIORS
Warriors unnu New York Knights í æsispennandi leik í kvöld. Við og Sean Penn skemmtum okkur konunglega undir góðum körfuboltaleik, klappstýrum, lukkudýri, dúndrandi tónlist og dansandi Ameríkönum á risaskjá (reyndar skemmtum við okkur örugglega betur en Sean (eins og við köllum hann) þar sem það var púað á hann. Fengum annars sushi á laugardaginn - slepptum þó sæbjúganu í þetta sinn.
Annars hefur verið rigning hérna undanfarna daga. Rignir og rignir - svo mikið að sjónvarpsdagskráin var rofin á föstudaginn með tilkynningu um... já rigningu. Við fengum svo tölvupóst frá leigusölunum þar sem við vorum vöruð við rigningunni - enda hefur hún verið sérstaklega blaut - og okkur ráðlagt að kaupa dósamat og vasaljós. Erik og Bylgja koma svo um miðjan mánuðinn - erum spennt yfir því.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 06:28
Reynt að endurræsa bandaríska hagkerfið

Frá því að smáfjölskyldan flutti í frelsið hafa ömmur og aðrir velvildarmenn KK gefið honum dollara. Krakkinn hefur safnað þeim saman í gullkistu og legið á þessu eins og ormurá gulli. Þegar hann fór að telja hvað kominn væri mikill péningur kom í ljós að hann átti nóg fyrir stærsta playmokassanum - í heiminum. KK pantaði sér því stóra góða playmokastalann á internetinu. Kastalinn kom svo í dag og var hann byggður á einu kvöldi, svona eins og Róm. Barnið hefur sjaldan verið jafnánægt. Ekki skemmdi fyrir að í póstinu var líka kort frá ömmu Grétu - hann vill að því tilefn minna á að honum finnst fátt skemmtilegra en að fá send póstkort með myndum af Íslandi.
Annars er rigning við flóann og skítakuldi (fer stundum undir 10 gráður). Íslenskir lopasokkar og súkkulaði halda á okkur lífi (svo og ein og ein hvítvínsflaska). Hjónaleysin þurfa líka að tala saman núna (eða finna sér bók að lesa) þar sem verkfall handritshöfunda er búið að eyðileggja amerískt sjónvarp. Svo er það NBA leikur á sunnudaginn. Förum á leik Golden State Warriors og NY Knicks hérna hinum megin við brúna í Oakland.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)